Author Topic: Hvatt til byggingu akstursbrautar  (Read 3363 times)

Offline Hera

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 590
    • View Profile
    • http://www.123.is/honda
Hvatt til byggingu akstursbrautar
« on: March 07, 2009, 14:07:15 »
Tekið að spjallsíðu RR-AÍH  -   http://roadrace.spjallbord.net/default.aspx?g=posts&t=114


Góðan daginn áhugafólk um kappakstur á öllum ökutækjum sem ná allt að 300km hraða...(Á lokuðum Brautum)
Er að vinna að stórri viðskiptaáætlun með smíði á alvöru malbikaðri braut allt að 4000metra löng og lámark 12 metra breið með öllu tilheirandi og hefði áhuga á að kanna áhuga ykkar akstursíþróttafólks hvort áhugi sé virkilega fyrir þessari stærð af braut...

Hef vélar og tæki til að láta þetta gerast með stuttum fyrirvara..Tek það fram að ég var aðeis 45 daga að byggja 600 metra langa braut (Reisbrautin) árið 2000 með færri vélum en ég hef til umráða nú.

Landið undir brautina er til og teikningar en nú kemur að ykkur kæra akstursíþróttafólk er virkilega vilji til að láta DRAUM okkar allra verða að veruleika..

Nú vil ég sjá viðbrögð ykkar koma skýrt framm á þessum miðli, og ef virkilega er vilji til að ráðast í þetta verkefni vil ég sjá skýr svör, (NAFN og KENNITÖLU). Og fyrir aftan nafn ykkar sem áhuga hafa skal merkja (Bíll) fyri þá sem hyggjast aka bíl á brautini og (HJÓL) hjá þeim sem ætla að aka hjóli á brautini. (Bara til að hafa tölfræðina á hreinu)

Bara til að upplýsa ykkur akstursýþróttafólk að ef ég tek að mér verkefni þá fer ég í það til að klára það,,það getið þið séð með tilkomu Gokartbrautarinnar í Reykjanesbæ hja Reisbílum..

Mér er mikið í mun að koma þessari braut á kortið og til þess þarf ég ykkar stuðning.
Ekki dugir að fá einhverja tugi jákvæða pósta til að kvetja mig til að koma þessu verkefni af stað mig vantar alvöru stuðning..
Óska ég eftir svörum hér og eins að senda mér mail á póst minn (reisbilar@simnet.is) gamla Gokartmeilinn..
Látið þetta berast út á meðal félaga og sjáum hvort brautin verði ökufær í sumar.....eða haust...

Ég þykist vita að allmargir hafa áhuga á að þessi braut verði að veruleikaog þurfa menn ekki að eiga bíl eða hjól til að skrá sig sem meðlimur. Allir geta verið meðlimir og sínt þessu stuðning. Bara merkja við ef um stuðning við verkefnið er að ræða (STUÐNINGUR).
Ef það hrúgast ekki inn svörun við þessum pósti á næstu dögum þá þurfum við sennilega að bíða nokkuð lengi eftir að braut muni fæðast... á Islandi..

Kveðja
Stefán Guðmundsson.
Reisbílar Ehf.
Gokart.
893-1992
Edda Guðna
Never argue with an idiot.
They drag you down to their level then beat you with experience.

Offline stebbsi

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 283
    • View Profile
Re: Hvatt til byggingu akstursbrautar
« Reply #1 on: March 07, 2009, 16:06:43 »
Er gæjinn bara að fara að gera þetta sjálfur eða?? Þetta er algjör snillingur, og ég gæti vel hugsað mér að leika mér á þessu en ég þori nú ekki að staðfesta það..
Stefán Ingi Ingvason

1969 Dodge Dart GT

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Hvatt til byggingu akstursbrautar
« Reply #2 on: March 07, 2009, 16:49:19 »
hvaða land er maðurinn að tala um? og hvaða teikningar er búið að  teikna?
Er RR/AÍH að vinna að einhverju allt öðru en KK?

Offline Ravenwing

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 164
    • View Profile
Re: Hvatt til byggingu akstursbrautar
« Reply #3 on: March 07, 2009, 19:14:31 »
Ég hef fulla trú á honum Stebba í að gera þetta, hann er kall sem keyrir hlutina í gegn. =D>
Hvað varðar stað og teikningar þá er spurning hvort hann hafi náð að bjarga þeim frá þessum glæpalýð sem verslaði af honum go-kart og byrjaði á brautinni út við grindvíkur afleggjarann...maður má alltaf vona.

En ekkert komið fram um það ennþá svo ekki er hægt að fullyrða neitt.

Hef enga trú á að þetta sé ætlað neinstaðar í hrauninu í kringum KK brautina, enda finnst mér hraun ekki safe kostur hvað varðar akstursíþróttir.

Og hvað varðar að skrá sig þá er þetta nú enginn bindandi samningur, heldur bara það að menn eru að sýna framá áhuga og vilja.

Ég allavegana fyrir mitt leiti vona að af þessu verði.
Halldór Kristófer


Never do anything you wouldn't want to explain to the Paramedics.

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Hvatt til byggingu akstursbrautar
« Reply #4 on: March 07, 2009, 19:44:43 »
Ef mönnum blæðir úr rassgatinu af hringbrautarleysi, afhverju er ekki gamla brautin hans í Njarðvík notuð? það var fínt að hjóla á henni.

 Þessi braut var mikið notuð þartil fyrir um tveimur árum þegar einhver tók sig til og reif upp sár í brautina á einhverjum tveimur stöðum.

sennilegast hefur mönnum þótt vænlegast þá að eyðileggja brautina svo hún sé ekki notuð í óleyfi frekar en að halda utanum rekstur hennar,

  mér liggur þá beinast við að spyrja, Hvað hefur breyst? eru nú allt í einu orðin til rekstrarskilyrði við svona starfsemi? og hvað þá 4 kílómetra langrar brautar með 300kmh köflum?
« Last Edit: March 07, 2009, 20:04:45 by maggifinn »

Offline TONI

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.747
    • View Profile
Re: Hvatt til byggingu akstursbrautar
« Reply #5 on: March 07, 2009, 22:19:23 »
Ættli go-cart brautin hafi ekki þurft að fara eða vera gerð ónothæf sökum þess að hún var komin inn í miðaja íbúðabyggð sem er ekki vinsæll staður fyrir svona sport. Ég ættla ekki að vera efasemdamaður, tel þetta vera virkilega gott framtak og ætti KK og Hafnafjarðabær að setjast að samningaborðinu með þessum manni til að fá hann til að láta stóra drauminn um svæðið góða verða að veruleika eða allavegana að byggja þann part sem hann hefur í huga sem teldist góð byrjun á góðri hugmynd.
Kv. Anton
X-Stebbi  :D

Offline Ravenwing

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 164
    • View Profile
Re: Hvatt til byggingu akstursbrautar
« Reply #6 on: March 07, 2009, 23:57:36 »
Nokkrar hugleiðingar með þá braut...hún endaði í eigu sömu vitleysinganna og svo eyðilögðu Iceland Motorpark verkefnið og settu allt í þrot.
Brautin í Njarðvík er komin inní miðja byggð og því ekki hægt að fá leyfi til að nota hana lengur. En já hún var fín, þó helst til stutt.

Og hvað voðalega þarf það að vera neikvætt að einhver vilji reyna að opna akstursbraut? "Mönnum blæðir úr rassgatinu af hringbrautarleysi" mætti halda að þú sért sammála framsóknar kellingunni hvað varðar brautarmál...
Halldór Kristófer


Never do anything you wouldn't want to explain to the Paramedics.

Offline TONI

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.747
    • View Profile
Re: Hvatt til byggingu akstursbrautar
« Reply #7 on: March 08, 2009, 00:28:33 »
Held að okkur beri sem bílaáhugamönnum og keppnisáhugamönnum að fagna þessu frábæra framtaki þessa atorkusama manns hvernig sem þetta fer. Stuðningur er eitt og gefur þá aukna von til þess að uppbygging svæðisisn sem okkur langar að ég held all flestir að sjá rísa og dafna í landi tækifærana, hver veit nema að erlendir risar fái áhuga á að filgjast með okkur og þá jafnvel nota aðstöðuna með okkur í framtíðinni. Ég er allavegana það brattur að ég er að opna fyrirtæki í bílageiranum innan fárra daga því að ég trúi á að við séum að horfa á bjartari tíma inna skamms og þá fyrr en flestir þora að vona. Allavegana ættla ég ekki að setja andlitið ofan í bringuna og vera svatsýnn, ég ættla að koma á sandspyrnu á nýjan leik hérna á SV horninu, ég ættla að opna mitt fyritæki og ég ættla að hvetja þennan ágæta mann áfram í þessari frábæru hugmynd sem skapar atvinnu og tækifæri fyrir alla landsmenn. Eins og ég sagði væri snilld að fá þennan mann til að byggja upp keppnissvæðið góða í samstarfi við alla þá aðila sem að því máli koma hvort sem það eru klúbbar eða sveitafélög. ÁFRAM ÍSLAND  :D

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Hvatt til byggingu akstursbrautar
« Reply #8 on: March 08, 2009, 12:16:49 »
Ég er ekki að finna þessu neitt til foráttu,

 ég er  bara að segja það að þessi brautarumræða kemur alltaf í bylgjum. en aðstaðan kemur hvorki né fer í einhverjum bylgjum.

 

Offline Haffman

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 46
    • View Profile
    • www.67racing.is
Re: Hvatt til byggingu akstursbrautar
« Reply #9 on: March 13, 2009, 15:29:49 »
hvaða land er maðurinn að tala um? og hvaða teikningar er búið að  teikna?
Er RR/AÍH að vinna að einhverju allt öðru en KK?

Þetta eru algjörlega hans framkvæmdir. RR er að sjálfsögðu að vinna í því svæði sem KK og AÍH fengu úthlutað. Hinsvegar sé ég enga ástæðu fyrir því að það ætti ekki að styðja við einkaframvæmdir þar sem 2x brautir eru alltaf betri en eitt st.

Fleirri brautir meira gaman.