Author Topic: Áhugamenn um brautarakstur !!!  (Read 1872 times)

Offline Haffman

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 46
    • View Profile
    • www.67racing.is
Áhugamenn um brautarakstur !!!
« on: March 05, 2009, 20:02:09 »
Sælir motorsportunnendur. Eins og flestir vita þá eru kosningar framundan. Nú hefur Helga Sigrún Harðardóttir ákveðið að bjóða sig fram í 1. Sæti framsóknar í SV kjördæmi. Fyrir þá sem ekki vita þá er þetta sú sama Sigrún og kallar vélhjólamenn nauðgara.
Vélhjólamenn óska nú eftri stuðning ykkar þar sem hún er einnig alfarið á móti ykkar sporti þar sem sportbílar eins og ykkar eru margir hverjir gerðir fyrir brautarakstur.

Hér er slóð á hóp á facebook. Þar eru allar upplýsingar.
http://www.facebook.com/inbox/?ref=m...id=66182341943

Hér má sjá blogg Helgu.
http://helgasigrun.blog.is/blog/helg...3503/#comments

Helga Skrifar.
Nú ætla ég ekki að gera lítið úr vélhjólasportinu og mótorhjólaeigendum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. Úr 2300 í 4400 frá 2004-2006. En óneitnalega velti ég því fyrir mér hversu margir í þessum hópi tilheyra lögbrjótunum. Eru þeir 200? Eða 400 sem "neyðast til að stinga af" eins og kemur fram í athugasemdum á heimasíðu Sniglanna. Þá vil ég gjarnan benda á það hér að ofsaakstur er lögbrot sem knattspyrna er ekki. Fyrir það er ég ekki tilbúin að borga sem skattgreiðandi. Og hvað væri þá næst? Æfingasvæði fyrir nauðgara?
Svo væri ég alveg til í að ríkið kostaði eins og eina góða laxveiðiá fyrir mig og þær þúsundir veiðimanna sem í landinu eru. Að öðrum kosti gæti okkur dottið í hug að leggja undir okkur Bankastrætið og Ráðhústorgið á Akureyri til að æfa köstin.
Í athugasemdum við kröfugerðina kemur fram að helsti rökstuðningurinn er sá að hið opinbera leggi í mikinn kostnað við fótboltavelli og því sé eðlilegt að vélhjólamenn fái brautir til að leika sér á og að ef menn fá að æfa sig á lokaðri braut verði þeir betri ökumenn í umferðinni. Það held ég að sé hin mesta firra og í raun finnst mér um hótun að ræða þar sem menn telja að kostnaður við slys í umferðinni sé röksemd fyrir því að hið opinbera eigi að byggja brautir um land allt fyrir hundruðir milljóna. Ef hið opinbera byggir ekki keppnisbrautir fyrir hundruðir milljóna þá ætlar þessi fámenni hópur að halda áfram að reyna að drepa mig? Væru slíkar brautir lagðar fyrir þá 4.400 vélhjólaeigendur sem finna má í landinu eða aðeins fyrir fámennan hóp lögbrjóta?