eg kyntist þessum bíl fyrst fyrir eflaust rúmu ári, þá var hann frekar slappur útlitslega, en í já merkilega góðu ástandi, einhver gamall kall sem átti hann og var hann nýbúinn að leggja töluverðan pening í að koma honum í lag, og setti hann svo upp í bíl hjá félaga mínu, annar félagi minn kaupir hann svo af honum og byrjar að dúlla í honum, og notar hann á hverjum degi, og bíllinn lýtur jú bara merkilega vel út, og miklu betur heldur en flestir af þessum 126 bílum gera í dag,
tja hann er nú ekki illa búinn m.a við hvað var algengt í þeim á þessum tíma, leður lúga og rafmagn í öllu, ekinn 445þús, amg felgurnar koma vel út í real, enda eru þetta felgur fyrir w126/123 og flr benza af "sama skóla"
hann vill fá 180 fyrir hann á 15", og 250 með amg felgunum, þeir hafa síst farið lækkandi þessir höfðingjar, og eru farnir að hækka úti. þannig að ég myndi jú borga 180 fyrir hann, og byggi þá skoðun út frá að hafa fylgst með þessum bílum núna í töluverðan tíma.
en já, magnaðir bílar