Skv. stjórnartíðindum
http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=72859906-ef62-4d79-89c2-36dd97a4284c"Fjárhæð endurgreiðslu skal miða við vörugjald og virðisaukaskatt sem greiddur var við innflutning ökutækis samkvæmt lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., með síðari breytingum, og reglugerð nr. 331/2000, um vörugjald af ökutækjum, með síðari breytingum, og lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, sbr. umferðarlög, nr. 50/1987, með síðari breytingum.
Fjárhæð endurgreiðslu skal lækka um 2% fyrir hvern byrjaðan mánuð fyrstu 12 mánuðina eftir nýskráningu ökutækisins og 1,5% fyrir hvern byrjaðan mánuð eftir það til útflutningsdags þar til að 100% fyrningu er náð.
Samanlögð fjárhæð endurgreiðslu vörugjalds og virðisaukaskatts samkvæmt ákvæðum reglugerðar þessarar skal þó ekki vera hærri en 2.000.000 kr. fyrir hvert ökutæki.
Hafi vörugjald eða virðisaukaskattur verið endurgreitt eða lækkað á viðkomandi ökutæki, sbr. 4. og 5. gr. laga nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., og laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, skal fjárhæð endurgreiðslu lækkuð hlutfallslega til samræmis. "
Þannig að á ca. 4-5 árum ættu gjöldin að fyrnast alveg.