Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Ford Econoline '87 pæling

(1/3) > >>

Raggi-:
Sælir félagar,

Ég er ekki beint að leita að bíl hér, heldur fyrrverandi eigendum, sögu og myndum af bíl sem er í minni eigu og er í einskonar uppgerð..

Bíllinn er af gerðinni Ford Econoline E-150, árgerð 1987, Með skráningarnúmerin A-8411 (man ekki föstu númerin einsog er).
Það sem ég veit er að þetta er fyrrverandi lögreglubifreið af Akureyri skilst mér, enda vakti bíllinn einhverja athygli heimamanna á Bíladögum þar á bæ seinasta sumar, þó sjúskaður hafi verið. Ég veit hver eigandinn á undan mér er, og að bíllinn er skráður sem húsbifreið sem stendur. Ökutækið gengur sem stendur ágætlega fyrir 351w vél með áfastri c-6 skiptingu, samkvæmt mæli er bifreiðin ekin um 220þús km (ekki mílur) en gaman væri að vita meira, t.d. hvort þessi tala passar, og hvort mótorinn sé upprunalegur. Lakkið á bílnum er upprunalegt og má enn sjá móta fyrir gömlu Lögreglustjörnunum á framhurðunum, ásamt bláum og svörtum merkingum í hurðarfölsum og för eftir tvö keiluljós á toppnum ásamt leitarkastaranum (sem ég á enn en tók af) og einhverjum loftnetum. Felgurnar hýsa gamla Ford merkta járn chrome koppa sem farnir eru að láta á sjá.

Gaman væri, þar sem ég er ungur og metnaðarfullur nemandi eldri kynslóðarinnar, að fá ykkar upplýsingar hér fram á sjónarsviðið, hvað er varðar sögu og fyrrverandi eigendur þessarar bifreiðar. Ásamt vonandi myndum.

Einnig væri sjálfsagt að þiggja allar upplýsingar um hvernig best væri að betrum bæta farartækið á sem hagstæðastan máta.

Og ef einhver veit hvaða Econoline Lögreglubifreið er á ferð í þessu myndbandi og hvar þetta er tekið:
http://www.youtube.com/watch?v=q5rpaJJj0YI

Með fyrirfram þökk
Kv. Raggi

kiddi63:
Myndbandið er greinilega tekið innan úr lögreglubíl og á götuspyrnunni á akureyri.

Chevy Bel Air:
Þetta myndband er frá götuspyrnunni á Akureyri 95 og þessi lögguford er bíllin þinn A8411.

Comet GT:
er þetta ekki hið margumtalaða flug hjólamannsins sem að varð til þess að hjól voru bönnuð á spyrnunni á Tryggvabraut? hélt að það hefði verið nokkrum árum seinna en hvað veit maður, ég var ekki á staðnum...

Kristján Skjóldal:
þetta er ekki það [-X það var verra en þetta

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version