Author Topic: Keppnishaldið  (Read 9039 times)

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Keppnishaldið
« on: February 21, 2009, 09:05:47 »
Þetta er erindi sem ég lagði inn til stjórnar fyrir nokkru, gaman væri að sjá viðbrögð manna hér við svona breytingum á rekstrarformi klúbbsins.



Ég vil leggja til að Kvartmíluklúbburinn í heild sinni leggi meiri áherslu á félagslega þáttinn í rekstri sínum en gert hefur verið undanfarin ár, að félagsmenn hafi gaman af því að hittast uppá braut og keyra bíla sína og að stunda brautarvinnu án þess að vera sífellt undir álaginu sem fylgir keppnishaldi.

Fyrir liggur að keppnishaldið í núverandi mynd hefur misst sérstöðu sína þar sem áhorfendafjöldinn er meiri á kvöldæfingum. Áhuginn á keppnum virðist fara dvínandi þrátt fyrir að keppnistæki séu nú öflugri en nokkru sinni fyrr. Áhorfendur hafa lítinn áhuga á að fylgjast með hverjir komast á verðlaunapall.

Keppnishald:

Ég vil fara þess á leit við félagsmenn og aðalfund að keppnishaldi klúbbsins verði jafnað á við það sem tíðkast í nágrannalöndum okkar. Þar er algengt að á brautum eru haldnar eingöngu ein til tvær stórar keppnir á ári en brautirnar eru opnar þess á milli sem frekast er unnt fyrir áhugamenn kvartmílu.
Með þessu móti getur Klúbburinn lagt kapp sitt á að halda tvö vegleg mót, eitt Bikar og eitt Íslandsmeistaramót, annað í upphafi hefðbundins tímabils og hitt í lok þess.            Svona fyrirkomulag gerir keppnirnar merkilegri og meira er hægt að leggja í undirbúning einsog auglýsingar, fá fjölmiðlaumfjöllun og jafnvel kostendur. Tvær veglegar keppnir laða líka til sín aukinn keppendafjölda á keppnisdegi því menn myndu kappkosta að mæta til að eiga möguleika á titli.

Test n‘tune


Nauðsynlegt er að brautin standi undir sér og að þeir sem nýta sér aðstöðu hennar, mannskap og tæki greiði sanngjarnt gjald fyrir þau afnot. Því legg ég til að brautin verði opin allar þær helgar sem mögulegt er og að þar verði seld klippikort sem yrðu ávísun á ferðir á brautinni, það jafnar aðgang þeirra að brautinni sem stunda æfingarnar og sér til þess að þeir sem keyra mest meti ferðir sínar meira og í öðru ljósi og greiði samkvæmt því.
Klippikortið gæti verið ávísun á fimm ferðir og gatað væri í kortið þegar öryggisfulltrúi gáir að beltum og hjálmi í staging lane. 

Tímabilið
            
    Ég legg einnig til að tímabil klúbbsins markist af fljótandi dagatali, þar sem opnunarhelgar brautarinnar yrðu ákveðnar á miðvikudegi byggðar á veðurspá fyrir komandi helgi. Þannig yrði tímabilið opnað um leið og kostur er á nýju ári þá fyrstu helgi sem gæfi af sér gott keyrsluveður til æfinga. Bikarmót væri fastákveðið til dæmis í annað eða þriðja sinn sem hægt væri að halda brautinni opinni á árinu og Íslandsmótið væri fastákveðið þriðju helgina sem yrði opið eftir ágústbyrjun.         Það að ákveða opna braut á miðvikudegi er mun meiri fyrirvari en við höfum átt að venjast þegar við erum að eltast við fast keppnisdagatal og keppni er sett á eða slegin af nóttina fyrir mót. Það verður að fara þess á leit við ÍSÍ að þeir sýni okkur þá tillitsemi að geta hagrætt keppnisdögum, því við erum eina keppnisformið undir væng ÍSÍ sem getur ekki stundað sína iðju nema í þurru og mildu veðri.

Ég vona að menn finni þessari umræðu málefnalegan farveg og þetta vekji menn til umhugsunar um hvað megi betur fara í starfsemi klúbbsins, nú rétt fyrir aðalfund.

« Last Edit: February 21, 2009, 20:56:03 by maggifinn »

Offline Elmar Þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 704
    • View Profile
    • http://www.cardomain.com/ride/2256211/1
Re: Keppnishaldið
« Reply #1 on: February 21, 2009, 12:18:31 »
Sælir þetta er háttur sem mér líst vel á, hægt að halda veglegri keppnir, jafnvel með veglegum verðlaunum ef það fengjust sponsorar á þessar keppnir. Ég persónulega held að það yrði mikill mæting keppenda á svona keppni, og mun spennandi en verið hefur.
Svo á milli þessara tveggja stóru keppna er hægt að boða til t.d brakketkeppni, sekúndukeppni, 1/8 keppni, bara svona til þess að sýna mönnum hvða er hægt að keyra og kynna þá fyrir öllu sem hægt er að keppna í þarna uppi á braut.
Elmar Þór Hauksson
Big bad racing plymouth
------------------------------------
Plymouth Road Runner '69
Plymouth Fury '71
Jeep Cherokee '90
Benz E220 '96
Benz E250 '95

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Re: Keppnishaldið
« Reply #2 on: February 21, 2009, 20:38:48 »
Mæli með að félagsmenn fjölmenni á fund á miðvikudagkvöld til að ræða þetta mál auk sandspyrnu.  =D>
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline ÁmK Racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 679
    • View Profile
Re: Keppnishaldið
« Reply #3 on: March 02, 2009, 16:09:12 »
Jæja var þetta rætt með opnuhugarfari?Ég komst ekki á fundinn því miður en það væri gaman að fá að heyra eitthvað því þetta gæti verið stór sniðugt fyrirkomulag.Kv Árni Kjartans
Camaro 92 632 cid.
  Fljótasti Door Slammer á landinu.
Camaro Z28 84 355 cid
Árni Már Kjartansson.

Offline ÁmK Racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 679
    • View Profile
Re: Keppnishaldið
« Reply #4 on: March 02, 2009, 21:16:42 »
Já voru svona heitar umræður um þetta að það er bara allt að ské 8-).Nei svona í alvöru leist mönnum ekki bara vel á þetta?Þetta gæti örugglega verið mjög sniðugt er það ekki?Kv Árni Kjartans
Camaro 92 632 cid.
  Fljótasti Door Slammer á landinu.
Camaro Z28 84 355 cid
Árni Már Kjartansson.

Offline Elmar Þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 704
    • View Profile
    • http://www.cardomain.com/ride/2256211/1
Re: Keppnishaldið
« Reply #5 on: March 02, 2009, 21:19:58 »
kannski hefur þetta bara ekkert verið rætt á fundinum, ég reyndar komst ekki sjálfur á þennan fund
Elmar Þór Hauksson
Big bad racing plymouth
------------------------------------
Plymouth Road Runner '69
Plymouth Fury '71
Jeep Cherokee '90
Benz E220 '96
Benz E250 '95

Offline ÁmK Racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 679
    • View Profile
Re: Keppnishaldið
« Reply #6 on: March 02, 2009, 21:42:17 »
Já hver veit
Camaro 92 632 cid.
  Fljótasti Door Slammer á landinu.
Camaro Z28 84 355 cid
Árni Már Kjartansson.

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Re: Keppnishaldið
« Reply #7 on: March 02, 2009, 22:43:00 »
Sælir drengir, ég veit nú ekki til þess að þetta hafi verið neitt rætt, en mætti að sjálfsögðu gera við fyrsta tækifæri! Stór hluti síðasta fundar fór í það þegar Anton kom (TONI) og ræddi við okkur í stjórn um að halda sand í vor. Spurning um að bera þetta málefni upp í lok framhaldsaðalfundarins annaðkvöld.

Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Re: Keppnishaldið
« Reply #8 on: March 03, 2009, 01:13:26 »
Þetta var ekki rætt vegna þess að það vantaði fólk til að tala um þetta á félagsfundi.

Stjórn hefur tekið þetta fyrir og vorum við að vonast til þess að keppendur myndu mæta síðasta miðvikudag til að ræða sín á milli og líka svo stjórnin gæti fengið smjörþefinn af því hvað keppendur vilja gera.
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline íbbiM

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.851
    • View Profile
Re: Keppnishaldið
« Reply #9 on: March 06, 2009, 06:03:42 »
fyrir mér hljómar þetta bara vel,

það er alveg augljóst að það þarf einhevrju að breyta, ég er sjálfur í þeim flokk sem finnst kepnirnar alveg 0% heillandi, og hef sömuleiðis 0% áhuga á að keppa í þeim sjálfur,
það er ekki vegna áhugaleysis á því að spyrna, hef mætt sem áhorfandi á nánst hverja einustu kepni síðustu ár, sem og æfingar, en bara keyrt á æfingunum, og það er svo sannarlega engin vanvirðing fyrir kepnunum eða staffinu, síður en svo, 

hvað það er raunverulega sem heillar mig svona lítið við kepnirnar get ég í raunini ekki svarað á neinn afgerandi hátt, æfingarnar heilla bara miklu meira, þá er þorrin af bílaflotanum sem maður er að mæta á rúntinum og spjalla við á samkomum og á rúntinum mættur, og maður hittir helling af fólki, og fylgist spenntur með hvað bílarnir eru svo að fara,
síðasta sumar var nú líka kynt upp í grillinu og fólk var með pullur og gos,  það er frábær stemning

ég gæti trúað að þetta hafi eitthvað með það að gera að áhuginn á því að taka þátt í keppni er lítill, meðan áhuginn á því að keyra fyrir sjálfan sig og leika sér á bílnum sínum sé hinsvegar meiri, og vinur og vandamenn geta líka raðað sér sundur og saman eftir eigin vild,
held að sumum finnist líka kepnirnar vera meira fyrir hardcore græjurnar, og minna fyrir götubíla, sem er engu síður miklu breiðari áhorfendahópur af,(held ég) gæti líka haft eitthvað með kynslóðaskiptingu að gera, orð eins og prosreet og OF og flr eru kannski töluvert veikari hugtök hjá mörgum af yngri kynslóðini, maður sér stundum vel mikin pirring hjá liðinu á æfingum t.d þegar það er verið að hleypa alvöru græjum framfyrir þá sem eru búnir að bíða í röðini sjálfir,

mér persónulega þætti sniðugt ef það yrði lögð eins og hann segir meiri áhersla á æfingarnar, jafnvel kallað þau bara kvartmílukvöld eða opið kvöld á brautini (bara uppástungur), frekar en æfingar fyrir keppni,
þetta með klippikortið yrði eflaust ekki vinsælt, en ég held engu siður að þetta gæti orðið sanngjarn háttur fyrir bæði klúbbinn og þáttakendur til að standa undir kostnaði, ef kostnaðurinn er vandamál fyrir þ.e.a.s, verðinu yrði nú samt að vera stillt í hóf, svo ef vel tækist til, og það yrði jöfn og góð mæting, og jafn fjölmenn og æfingarnar oftast eru, þá gætu tekjur af starfsemini í kringum "kvartmílukvöldin" orðið meiri? hjálmaleiga t.d, mér hefur stundum dottið í hug að leiga á þessum algengustu verkfærum gæti virkað? þar sem bílar eiga það nú til að gefa undan, og menn ekki alltaf með verkfæri,

ég vona að ég verði ekki skotin í kaf með mínar hugmyndir, þær eru eingöngu settar fram sem vangaveltur.
ívar markússon
www.camaro.is

Offline íbbiM

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.851
    • View Profile
Re: Keppnishaldið
« Reply #10 on: March 12, 2009, 21:02:26 »
TTT

væri gaman að sjá meiri umræðu um þetta
ívar markússon
www.camaro.is

Offline Guðmundur Þór Jóhannsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 455
    • View Profile
Re: Keppnishaldið
« Reply #11 on: April 29, 2009, 08:43:49 »
Sælir

Takk fyrir þessa punkta.
Í sumar þá verður breyting á keppnishaldinu frá því sem áður var.
Það verða haldnar 3 keppnir til íslandsmeistara og aðrar sérkeppnir eins og King of the Street (Fyrir raunverulega götubíla þar sem eingöngu yrðu leyfð radial dekk og pump gas)
Einnig þá er um að gera að senda inn hugmyndir af einhverjum sér keppnum, t.d. þá hef ég fengið ábendingum um Import keppni, svona sem dæmi.

Varðandi leigu á hjálmum þá kæmi það alveg til greina að vera með 2-3 hjálma sem hægt væri að leigja, mig minnir reyndar að það hafi alltaf verið einhverjir hjálmar upp í klúbbhúsi en er bara ekki alveg viss.

Eitt sem að þarf að leiðrétta og það er að almennar æfingar séu æfingar fyrir keppni, það eru haldnar sér keppnisæfingar, en það sem að við köllum æfingar venjulega eru almennar æfingar það er alveg rétt að í raun og veru þá eru brautin bara opin fyrir alla sem að eru í klúbbnum til að keyra og mætti alveg breyta nafninu í Kvartmílukvöld eða Kvartmíludagur.

Ég hef aftur á móti miklu meira gaman af keppnunum en æfingunum og viðurkenni það að til að byrja með þá hafði ég ekki hugmynd um hvað menn voru að tala um eins og þú hefnir OF og Prostreet osfv, en ef mar hefur áhuga þá eru svona hugtök fljót að síast inn.
Einnig þá vonumst við eftir því að breytingarnar á flokkunum sem voru gerðar í vetur höfði aðeins meira til yngri kynslóðarinnar, höfðar allavega meira til mín (þó svo ég sé nú ekki í yngri kanntinum en hef kannski áhuga á svipuðum bílum ;).

Ég er sem sagt að tala um t.d. OS eða Ofur Sport sem er flokkur ætlaður sport compact bílum fwd,rwd og awd 3-6 cyl öll dekk og allt bensín leyft.
Eins þá ætlaði ég mér að setja upp betri útskýringar á flokkunum og prenta út flokkatréið sem að ég setti upp fyrir aðalfundinn svo að fólk geti gert sér betri grein fyrir þessu.

En já Kvartmílukvöld og svo væri líka skemmtilegt að vera með fleiri æfingar að degi til þegar að keppni er ekki plönuð.
Annað sem að breytist líklega er það að þá vikuna sem að er keppni þá verður líklega ekki almenn æfing (Kvartmílukvöld) og það hefur með staff og prepp á brautinni að gera, en spurning um að vera með meira að gera inn á milli.
Og mér finnst að það mætti alveg mæta oftar upp á braut og grilla ;)

kv
Guðmundur Þór
Guðmundur Þór Jóhannsson
(Gummi 303)

Offline Björgvin Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.159
    • View Profile
Re: Keppnishaldið
« Reply #12 on: April 29, 2009, 13:07:08 »
Sælir

Takk fyrir þessa punkta.
Í sumar þá verður breyting á keppnishaldinu frá því sem áður var.
Það verða haldnar 3 keppnir til íslandsmeistara og aðrar sérkeppnir eins og King of the Street (Fyrir raunverulega götubíla þar sem eingöngu yrðu leyfð radial dekk og pump gas)
Einnig þá er um að gera að senda inn hugmyndir af einhverjum sér keppnum, t.d. þá hef ég fengið ábendingum um Import keppni, svona sem dæmi.

Sæll, hvenær verða þessar keppnir og hvaða keppnir detta út til meistara samkvæmt áður útgefnu dagatali?

http://ba.is/is/page/keppnisdagatal_2009

kv
Björgvin

Offline Jón Bjarni

  • Administrator
  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 111.750
    • View Profile
    • Myndirnar mínar
Re: Keppnishaldið
« Reply #13 on: April 29, 2009, 13:35:01 »
Sælir

Takk fyrir þessa punkta.
Í sumar þá verður breyting á keppnishaldinu frá því sem áður var.
Það verða haldnar 3 keppnir til íslandsmeistara og aðrar sérkeppnir eins og King of the Street (Fyrir raunverulega götubíla þar sem eingöngu yrðu leyfð radial dekk og pump gas)
Einnig þá er um að gera að senda inn hugmyndir af einhverjum sér keppnum, t.d. þá hef ég fengið ábendingum um Import keppni, svona sem dæmi.

Sæll, hvenær verða þessar keppnir og hvaða keppnir detta út til meistara samkvæmt áður útgefnu dagatali?

http://ba.is/is/page/keppnisdagatal_2009

kv
Björgvin

Það er í vinnslu að gera keppnisdagatal :D
Jón Bjarni Jónsson - Upplýsingarfulltrúi Kvartmíluklúbbsins
BMW 530D MR.X editon

Offline Guðmundur Þór Jóhannsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 455
    • View Profile
Re: Keppnishaldið
« Reply #14 on: April 29, 2009, 13:37:02 »
Dagsetningunum verður haldið.
Og ég vonast til að þetta skýrist í kvöld og þá sendum við þetta út

kv
Guðmundur Þór
Guðmundur Þór Jóhannsson
(Gummi 303)

Offline íbbiM

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.851
    • View Profile
Re: Keppnishaldið
« Reply #15 on: May 22, 2009, 06:40:30 »
Sælir

Takk fyrir þessa punkta.
Í sumar þá verður breyting á keppnishaldinu frá því sem áður var.
Það verða haldnar 3 keppnir til íslandsmeistara og aðrar sérkeppnir eins og King of the Street (Fyrir raunverulega götubíla þar sem eingöngu yrðu leyfð radial dekk og pump gas)
Einnig þá er um að gera að senda inn hugmyndir af einhverjum sér keppnum, t.d. þá hef ég fengið ábendingum um Import keppni, svona sem dæmi.

Varðandi leigu á hjálmum þá kæmi það alveg til greina að vera með 2-3 hjálma sem hægt væri að leigja, mig minnir reyndar að það hafi alltaf verið einhverjir hjálmar upp í klúbbhúsi en er bara ekki alveg viss.

Eitt sem að þarf að leiðrétta og það er að almennar æfingar séu æfingar fyrir keppni, það eru haldnar sér keppnisæfingar, en það sem að við köllum æfingar venjulega eru almennar æfingar það er alveg rétt að í raun og veru þá eru brautin bara opin fyrir alla sem að eru í klúbbnum til að keyra og mætti alveg breyta nafninu í Kvartmílukvöld eða Kvartmíludagur.

Ég hef aftur á móti miklu meira gaman af keppnunum en æfingunum og viðurkenni það að til að byrja með þá hafði ég ekki hugmynd um hvað menn voru að tala um eins og þú hefnir OF og Prostreet osfv, en ef mar hefur áhuga þá eru svona hugtök fljót að síast inn.
Einnig þá vonumst við eftir því að breytingarnar á flokkunum sem voru gerðar í vetur höfði aðeins meira til yngri kynslóðarinnar, höfðar allavega meira til mín (þó svo ég sé nú ekki í yngri kanntinum en hef kannski áhuga á svipuðum bílum ;).

Ég er sem sagt að tala um t.d. OS eða Ofur Sport sem er flokkur ætlaður sport compact bílum fwd,rwd og awd 3-6 cyl öll dekk og allt bensín leyft.
Eins þá ætlaði ég mér að setja upp betri útskýringar á flokkunum og prenta út flokkatréið sem að ég setti upp fyrir aðalfundinn svo að fólk geti gert sér betri grein fyrir þessu.

En já Kvartmílukvöld og svo væri líka skemmtilegt að vera með fleiri æfingar að degi til þegar að keppni er ekki plönuð.
Annað sem að breytist líklega er það að þá vikuna sem að er keppni þá verður líklega ekki almenn æfing (Kvartmílukvöld) og það hefur með staff og prepp á brautinni að gera, en spurning um að vera með meira að gera inn á milli.
Og mér finnst að það mætti alveg mæta oftar upp á braut og grilla ;)

kv
Guðmundur Þór



eins og svo margt annað, þá virðist þetta í dúndur farvegi hjá ykkur, mér finnst gott ról á klúbbnum þessa dagana og margt gott að ske
ívar markússon
www.camaro.is