Kvartmílan > Spyrnuspjall
Keppnishaldið
maggifinn:
Þetta er erindi sem ég lagði inn til stjórnar fyrir nokkru, gaman væri að sjá viðbrögð manna hér við svona breytingum á rekstrarformi klúbbsins.
Ég vil leggja til að Kvartmíluklúbburinn í heild sinni leggi meiri áherslu á félagslega þáttinn í rekstri sínum en gert hefur verið undanfarin ár, að félagsmenn hafi gaman af því að hittast uppá braut og keyra bíla sína og að stunda brautarvinnu án þess að vera sífellt undir álaginu sem fylgir keppnishaldi.
Fyrir liggur að keppnishaldið í núverandi mynd hefur misst sérstöðu sína þar sem áhorfendafjöldinn er meiri á kvöldæfingum. Áhuginn á keppnum virðist fara dvínandi þrátt fyrir að keppnistæki séu nú öflugri en nokkru sinni fyrr. Áhorfendur hafa lítinn áhuga á að fylgjast með hverjir komast á verðlaunapall.
Keppnishald:
Ég vil fara þess á leit við félagsmenn og aðalfund að keppnishaldi klúbbsins verði jafnað á við það sem tíðkast í nágrannalöndum okkar. Þar er algengt að á brautum eru haldnar eingöngu ein til tvær stórar keppnir á ári en brautirnar eru opnar þess á milli sem frekast er unnt fyrir áhugamenn kvartmílu.
Með þessu móti getur Klúbburinn lagt kapp sitt á að halda tvö vegleg mót, eitt Bikar og eitt Íslandsmeistaramót, annað í upphafi hefðbundins tímabils og hitt í lok þess. Svona fyrirkomulag gerir keppnirnar merkilegri og meira er hægt að leggja í undirbúning einsog auglýsingar, fá fjölmiðlaumfjöllun og jafnvel kostendur. Tvær veglegar keppnir laða líka til sín aukinn keppendafjölda á keppnisdegi því menn myndu kappkosta að mæta til að eiga möguleika á titli.
Test n‘tune
Nauðsynlegt er að brautin standi undir sér og að þeir sem nýta sér aðstöðu hennar, mannskap og tæki greiði sanngjarnt gjald fyrir þau afnot. Því legg ég til að brautin verði opin allar þær helgar sem mögulegt er og að þar verði seld klippikort sem yrðu ávísun á ferðir á brautinni, það jafnar aðgang þeirra að brautinni sem stunda æfingarnar og sér til þess að þeir sem keyra mest meti ferðir sínar meira og í öðru ljósi og greiði samkvæmt því.
Klippikortið gæti verið ávísun á fimm ferðir og gatað væri í kortið þegar öryggisfulltrúi gáir að beltum og hjálmi í staging lane.
Tímabilið
Ég legg einnig til að tímabil klúbbsins markist af fljótandi dagatali, þar sem opnunarhelgar brautarinnar yrðu ákveðnar á miðvikudegi byggðar á veðurspá fyrir komandi helgi. Þannig yrði tímabilið opnað um leið og kostur er á nýju ári þá fyrstu helgi sem gæfi af sér gott keyrsluveður til æfinga. Bikarmót væri fastákveðið til dæmis í annað eða þriðja sinn sem hægt væri að halda brautinni opinni á árinu og Íslandsmótið væri fastákveðið þriðju helgina sem yrði opið eftir ágústbyrjun. Það að ákveða opna braut á miðvikudegi er mun meiri fyrirvari en við höfum átt að venjast þegar við erum að eltast við fast keppnisdagatal og keppni er sett á eða slegin af nóttina fyrir mót. Það verður að fara þess á leit við ÍSÍ að þeir sýni okkur þá tillitsemi að geta hagrætt keppnisdögum, því við erum eina keppnisformið undir væng ÍSÍ sem getur ekki stundað sína iðju nema í þurru og mildu veðri.
Ég vona að menn finni þessari umræðu málefnalegan farveg og þetta vekji menn til umhugsunar um hvað megi betur fara í starfsemi klúbbsins, nú rétt fyrir aðalfund.
Elmar Þór:
Sælir þetta er háttur sem mér líst vel á, hægt að halda veglegri keppnir, jafnvel með veglegum verðlaunum ef það fengjust sponsorar á þessar keppnir. Ég persónulega held að það yrði mikill mæting keppenda á svona keppni, og mun spennandi en verið hefur.
Svo á milli þessara tveggja stóru keppna er hægt að boða til t.d brakketkeppni, sekúndukeppni, 1/8 keppni, bara svona til þess að sýna mönnum hvða er hægt að keyra og kynna þá fyrir öllu sem hægt er að keppna í þarna uppi á braut.
Jón Þór Bjarnason:
Mæli með að félagsmenn fjölmenni á fund á miðvikudagkvöld til að ræða þetta mál auk sandspyrnu. =D>
ÁmK Racing:
Jæja var þetta rætt með opnuhugarfari?Ég komst ekki á fundinn því miður en það væri gaman að fá að heyra eitthvað því þetta gæti verið stór sniðugt fyrirkomulag.Kv Árni Kjartans
ÁmK Racing:
Já voru svona heitar umræður um þetta að það er bara allt að ské 8-).Nei svona í alvöru leist mönnum ekki bara vel á þetta?Þetta gæti örugglega verið mjög sniðugt er það ekki?Kv Árni Kjartans
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version