Kvartmílan > Spyrnuspjall
Keppnishaldið
Elmar Þór:
kannski hefur þetta bara ekkert verið rætt á fundinum, ég reyndar komst ekki sjálfur á þennan fund
ÁmK Racing:
Já hver veit
Moli:
Sælir drengir, ég veit nú ekki til þess að þetta hafi verið neitt rætt, en mætti að sjálfsögðu gera við fyrsta tækifæri! Stór hluti síðasta fundar fór í það þegar Anton kom (TONI) og ræddi við okkur í stjórn um að halda sand í vor. Spurning um að bera þetta málefni upp í lok framhaldsaðalfundarins annaðkvöld.
Jón Þór Bjarnason:
Þetta var ekki rætt vegna þess að það vantaði fólk til að tala um þetta á félagsfundi.
Stjórn hefur tekið þetta fyrir og vorum við að vonast til þess að keppendur myndu mæta síðasta miðvikudag til að ræða sín á milli og líka svo stjórnin gæti fengið smjörþefinn af því hvað keppendur vilja gera.
íbbiM:
fyrir mér hljómar þetta bara vel,
það er alveg augljóst að það þarf einhevrju að breyta, ég er sjálfur í þeim flokk sem finnst kepnirnar alveg 0% heillandi, og hef sömuleiðis 0% áhuga á að keppa í þeim sjálfur,
það er ekki vegna áhugaleysis á því að spyrna, hef mætt sem áhorfandi á nánst hverja einustu kepni síðustu ár, sem og æfingar, en bara keyrt á æfingunum, og það er svo sannarlega engin vanvirðing fyrir kepnunum eða staffinu, síður en svo,
hvað það er raunverulega sem heillar mig svona lítið við kepnirnar get ég í raunini ekki svarað á neinn afgerandi hátt, æfingarnar heilla bara miklu meira, þá er þorrin af bílaflotanum sem maður er að mæta á rúntinum og spjalla við á samkomum og á rúntinum mættur, og maður hittir helling af fólki, og fylgist spenntur með hvað bílarnir eru svo að fara,
síðasta sumar var nú líka kynt upp í grillinu og fólk var með pullur og gos, það er frábær stemning
ég gæti trúað að þetta hafi eitthvað með það að gera að áhuginn á því að taka þátt í keppni er lítill, meðan áhuginn á því að keyra fyrir sjálfan sig og leika sér á bílnum sínum sé hinsvegar meiri, og vinur og vandamenn geta líka raðað sér sundur og saman eftir eigin vild,
held að sumum finnist líka kepnirnar vera meira fyrir hardcore græjurnar, og minna fyrir götubíla, sem er engu síður miklu breiðari áhorfendahópur af,(held ég) gæti líka haft eitthvað með kynslóðaskiptingu að gera, orð eins og prosreet og OF og flr eru kannski töluvert veikari hugtök hjá mörgum af yngri kynslóðini, maður sér stundum vel mikin pirring hjá liðinu á æfingum t.d þegar það er verið að hleypa alvöru græjum framfyrir þá sem eru búnir að bíða í röðini sjálfir,
mér persónulega þætti sniðugt ef það yrði lögð eins og hann segir meiri áhersla á æfingarnar, jafnvel kallað þau bara kvartmílukvöld eða opið kvöld á brautini (bara uppástungur), frekar en æfingar fyrir keppni,
þetta með klippikortið yrði eflaust ekki vinsælt, en ég held engu siður að þetta gæti orðið sanngjarn háttur fyrir bæði klúbbinn og þáttakendur til að standa undir kostnaði, ef kostnaðurinn er vandamál fyrir þ.e.a.s, verðinu yrði nú samt að vera stillt í hóf, svo ef vel tækist til, og það yrði jöfn og góð mæting, og jafn fjölmenn og æfingarnar oftast eru, þá gætu tekjur af starfsemini í kringum "kvartmílukvöldin" orðið meiri? hjálmaleiga t.d, mér hefur stundum dottið í hug að leiga á þessum algengustu verkfærum gæti virkað? þar sem bílar eiga það nú til að gefa undan, og menn ekki alltaf með verkfæri,
ég vona að ég verði ekki skotin í kaf með mínar hugmyndir, þær eru eingöngu settar fram sem vangaveltur.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version