Vandamálið kom upp í akstri. Bíllinn steindrap á sér og fór ekki í gang aftur.
Stofnöryggi í húddi springur alltaf þegar svissað er á bílinn [lítið 15amp].
Tel að bensíndæla sé í lagi, aftengdi hana og alveg sama, sprengir öryggið í húddinu.
Búinn að skipta um tölvu fyrir innspýtingu og er alveg eins... en ef ég tek annað loomið úr sambandi á tölvunni, þá sprengir hann ekki öryggið.
Vantar sárlega hjálp í sambandið við þetta, öll hjálp er vel þegin.
Væri alveg til í að einhver myndi bjóða sig fram í að laga hana fyrir mig og væri þá smá $$$ í boði.