Kvartmílan > Aðstoð

Bronco 1981 ? Nokkrar spurningar fyrir nýgræðing

(1/3) > >>

Sonny Crockett:
Góðan dag.
Er með 1981 Bronco í uppgerð, eða Extreme Makeover. Allveg frá A til Ö.
Ég er algjör nýgræðingur í þessu ameríska dóti, og hvað þá bara yfirhöfuð í svona major breytingum á bílum.
Hef lært allveg heilan helling að ég held á að rápa á Internetinu og lesa mig til um Amerískar vélar og allt þar inná milli.
Virkilega gaman.

Markmiðið er að útbúa veiðbíil dauðans.  :)

Hann inniheldur 351M/400 vél sem var upptekinn 1993 og ekin sirka 10-20.000km síðan. 2hólfa blöndungur.
C6 sjálfskipting
D44 klofinn að framan og 9" að aftan.

Hver eru orginal hlutföllinn í honum ?
Miðað við að hann fari á 38" þarf ég ekki að skipta um hlutföll ?
Ef svo, hvar gæti ég fengið þessi hlutföll ?

Hef lesið mig helling til um þessa vél og hefur komið í ljós að þetta er enginn spyrnuhestur. Togið er ágætt að mér skilst, og 351M meira þekkt sem vinnuhestur heldur enn spyrnuhestur.
Ég hef hvergi fundið á netinu fastar upplýsingar hverju þessi vél er að skila, og prufaði hér um daginn að spyrja leoemm.com hvort hann vissi eithvað um þessa vél.
Hann tjáði mér að vélin, þessi 351M væri að skila 132 hö við 3600sn/min og tog 242 ft.lbs við 1600. Það er nú ekkert neitt svakalegt, eða allvega til að klappa húrra fyrir ? eða hva?

Allavega, hef reynt að finna út á netinu hvað fólk er að gera við þessa vél í Bronco'num sínum. Og það kemur alltaf sama spurning upp... Hvað ætlar þú að gera við bílinn ?

Jú, bílinn á að notast í veiðiferðir, hálendisferðir og þess háttar. Það má allveg leika sér í snjónum, og keyra niður laugaveg af og til.
Hann verður klárlega ekki notaður í spyrnur á rauðum ljósum við japanskar druslur.

Þannig að, hver væri besta leiðin til að kreista meira afl úr kvikyndinu ?
Ég get sett 400 sveifarás, og 400 stimpla er þá er ég kominn með 400 vél.

Svo hefur fólk sagt mér að setja 4 hólfa blöndung í bílin, og ég lesið að það henti kannski ekki sérstaklega í svona stóran bíl sem ekki á að nota í hraða.
Er það bull og vitleysa ? Semsagt, fer hann ekki að eyða meiru ef í hann er settur 4 hólfa ?

Annað sem kitlar mig, er 2V og 4V ál heddinn frá Aussie ( http://www.ausfordparts.com/index.html )
Hefur einhver þekkingu inná þessi Aussie Heads ?

Allar ábendingar og upplýsingar virkilega vel þegnar. :)

Góðar stundir,

kv,

Sonny

p.s Læt hér nokkrar myndir af drossíunni fylgja með :










57Chevy:
Tel að þú þurfir að skipta um drifhlutföll, fara í td. 4,56 Færð hlutföll hjá Jeppasmiðjuni Ljónstöðum og láttu þá stilla inn hlutföllin.
Þeir unnu í bíl fyrir mig fyrir 12 árum og allt sem þeir gerðu hefur verið alveg skothelt. Mæli hiklaust með þeim. =D>
Lítið breittur vélbúnaður stendur sig oftast betur en breittur á fjöllum, ef hann er nóu öflugur.

jeepcj7:
Orginal hlutföll eru að öllum líkindum 3,53-1 eða 3,73-1 yrði örugglega fínn á 38" með 4,10-1 eða 4,56-1.
Það ætti ekki að vera mikið mál að pumpa mótorinn upp með sveru pústi flækjum og góðum tor,góður blandari myndi ekki auka eyðsluna nema að þú viljir það.
Töff bíll by the way. 8-)

Gretar Óli Ingþórsson:
ég er með 351m til sölu klár fyrir turbo 8-)

Sonny Crockett:
gaman að sjá að þetta er orðið að turbo og sölu umræðu...

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version