Jæja þar kom að því fyrsta hraðasektin mín.
Ég varð fyrir því óhappi að lenda fyrir hraðaeftirlitsmyndavél 26. des 2007 í Hvalfjarðarsveit.
Það sem ég er að spá er það að ég er fyrst að fá tilkynningu um þetta núna í dag rúmu ári seinna.
Það sem ég er að spá er hver eru tímamörk á að senda svona sektir ef það eru þá einhver mörk, má senda þetta hvenar sem er.
Ég gengst alveg við því að vera þarna og á þessum tíma þannig það er ekki vandamálið.
Mér finnst það bara mjög asnalegt af hálfu Lögreglustjórans á Snæfellsnesi að senda út tilkynningu svona seint.
Það fyndna við þessa hraðamyndavél á þessum stað er að sögur segja að þarna hafi traktor verið myndaður á eitthvað í kringum 200 km hraða.
Það sem sást ekki á myndinni var mótorhjólið sem tók fram úr traktornum.
Því miður þá get ég ekki notað sömu afsökun þar sem þetta var í desember.