Þar sem ég er með svipaða síðu og Moli nema bara með jeppa myndum,
þá veit ég að það er algjör Kleppur að ætla að merkja allar myndirnar sem maður setur inn,
samt er ég "bara" með rúmlega 5300 myndir en Moli er held ég kominn með yfir 12.000 myndir inn á síðuna sína.
Ég reyni reyndar að merkja við hvaðan ég fékk myndinaen ég á samt eftir að breyta uppsetningunni á síðunni
hjá mér þannig að ég veit ekki alveg hvernig þetta verður endanlega hjá mér.
Ég er t.d. búinn að fá haug af myndum frá þeim Ólafsson Racing sem þeir eru búnir að safna saman fyrir mig
frá hinum og þessum mönnum fyrir norðan en ég veit ekkert hvaða menn það eru þannig að ég merki þeim myndirnar.
En ég skil ekki alveg hvað menn eru að stökkva upp í nef sér þegar þeir eru á annað borð búnir að setja þær á netið.
Reyndar skil ég vel menn eins og Sæma og JAK sem eru svona pro ljósmyndarar að þeir vilji kannski síður að
menn séu setja myndir frá þeim inn netið án þess að merkja þeim myndirnar.
Án þess að ætla að lasta þessar myndir sem Ingibergur hefur sett hérna inn þá finnst mér vera nú
vera töluverður stigsmunur á þeim myndunum og myndunum sem t.d. Sæmi eða JAK hafa tekið.
En allt eru þetta ómetanlegar heimildir fyrir okkur bíladellu fólk, það var einmitt að fyrirmynd Mola sem ég opnaði þessa síðu mína