Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Frægasti '78 T/A Íslands, FG-800

<< < (7/9) > >>

Moli:

--- Quote from: Alli_Ford_32_fan on April 27, 2009, 03:18:01 ---Hafið þið pælt í því að  í  myndinni sjálfri  er hann á  gullfallegum  felgum  og svo  myndin þarna af honum í Álftafirði ( hræið )   hann er á  Nákvæmlega sömu felgum þar og í myndinni 

bara svona smá ábending ef menn eru ekki búnir að pæla í þessu

leiðréttið mig þá bara ef að þetta er  vitlaust hjá mér

veit einhver hverjir  keiptu hann á höfn? 

--- End quote ---

Nei, hann er á Pontiac Rally felgum þar sem hann stendur í Álftafirði, Appliance felgurnar sem hann var á í myndinni voru þá farnar undan honum.

Sá sem á hann á Höfn heitir Snorri.

bluetrash:
Og Appliance felgurnar eru undir Transmaro núna..

Sá er farinn að rúlla um göturnar aftur held ég.. Alla vega lánaði ég vatnskassa úr camaro-inum hjá mér svo það væri hægt að keyra hann..

Rúnar M:
Sælir kvartmílu unnendur og aðrir bílaáhugamenn.  Ég hef fylgst þó nokkuð með kvartmíluspjallinu en þó meira eftir að ég flutti út.  Finnst því við hæfi að ljá orðum að frægasta bíl Íslands , hinnum mikla Sódoma transam.  Það vill þannig til að þetta hefur verið minn draumabíll í fjöldamörg ár, transam 77-78 er með fallegri bílum sem framleiddir hafa verið.  Það algjörlega hræðilegt að sjá sögu þessa bíls síðan myndin var gerð og sjá hvernig það hefur verið einbeitur brotavilji að koma honum í það ástand sem hann er nú í.  Þó það megi nú kannski gera hann upp þá yrði það svo dýrt að það yrði varla framkvæmdarlegt, vélin og kassinn týnt, innréttinginn farinn og glerið fokið burt. Enn ég vona að núverandi eigandi verði maður að manni og komi honum í stand allavegana eitthvað stand.

crown victoria:

--- Quote from: Rúnar M on May 10, 2009, 21:13:07 --- vélin og kassinn týnt, innréttinginn farinn og glerið fokið burt. Enn ég vona að núverandi eigandi verði maður að manni og komi honum í stand allavegana eitthvað stand.

--- End quote ---

vél og kassi er ekki týnt...það kemur fram hér að ofan að Kiddi er með kassann og ég veit alveg hvað varð um vélina. Núverandi eigandi er búinn að eiga bílinn í mörg ár og bíllinn er búinn að fara svona illa hjá honum. Reyndar stendur bíllinn inni hjá honum og eitthvað búið að pota í hann en hvort hann fari í eitthvað annað stand efast ég reyndar því miður um...nema þá kannski að einbeittur brotavilji fari að snúast honum í hag  :-"

Rúnar M:
Enn og aftur að hefja umræðu á ný um sódomatrans .........skora á núverandi eiganda að mæta á bíladaga árið 2013 .....á 35 ára aldursafmæli bílsins..... \:D/

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version