Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Frægasti '78 T/A Íslands, FG-800

(1/9) > >>

Moli:
Þar sem það hefur ekki verið rætt um þennan dásamlega bíl :mrgreen: svo lengi datt mér í hug að gera þráð um hann með myndum. Þetta er að sjálfsögðu 1978 Pontiac Trans Am, aka. "Sódóma Trans Am".  8-) Fyrstu myndirnar fékk ég frá fyrri eiganda hans, Guðmundi Björnssyni.

Bíllinn er ennþá á Hornafirði og veit ég ekki frekari deili á honum en síðast þegar ég frétti var verið að vinna eitthvað í honum.

Vinsamlega ef þið þurfið að commenta á þráðin að halda því á málefnalegum nótum, ekki bara "vá mig langar í hann", "er hann til sölu", "hvað kom fyrir" eða svoleiðis bull, það er nóg að fara í search og skrifa Sódóma þá koma upp nokkrir þræðir þar sem hefur verið fjallað um hann.

Hérna er hann fljótlega eftir að Guðmundur Björnsson. eignast hann 1987





Þessar tvær eru svo líklega tekið vorið sem Óskar Jónasson kaupir hann af Guðmundi fyrir myndina Sódóma Reykjavík.




Hérna er hann svo kominn í tökur á Sódóma Reykjavík.














Bíllinn fór á flakk í Reykjavík eftir tökur á myndinni og endaði á Hornafirði þar sem byrjað var að vinna í honum.

Hann stóð svo lengi úti í Álftafirði við sveitabæ þar og fór ansi illa á því.







Bíllinn var svo fluttur inn á Höfn þar sem verið var að taka hann í gegn síðast þegar ég frétti.

Kimii:
Magnús Sigurðsson  ! þú af öllum mönnum að vekja upp þessa umræðu :D

Kristján Ingvars:
Djöfull getur maður orðið pirraður á því að sjá svona   :smt021

Ótrúlegt að þessir vagnar skuli alltaf hafna í röngum höndum  :!:

cecar:

--- Quote from: kristjaning on February 01, 2009, 16:56:50 ---Djöfull getur maður orðið pirraður á því að sjá svona   :smt021

Ótrúlegt að þessir vagnar skuli alltaf hafna í röngum höndum  :!:



--- End quote ---

Allveg ótrúlegt hvað einn bíll getu farið ílla á innan við 20 árum  :roll:

crown victoria:
ég er að fara á Höfn á morgun ég ætla nú að reyna að forvitnast eitthvað um hvernig gengur með hann...

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version