Author Topic: Hraðasekt  (Read 3930 times)

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Hraðasekt
« on: January 29, 2009, 19:45:50 »
Jæja þar kom að því fyrsta hraðasektin mín.   #-o
Ég varð fyrir því óhappi að lenda fyrir hraðaeftirlitsmyndavél 26. des 2007 í Hvalfjarðarsveit.
Það sem ég er að spá er það að ég er fyrst að fá tilkynningu um þetta núna í dag rúmu ári seinna.
Það sem ég er að spá er hver eru tímamörk á að senda svona sektir ef það eru þá einhver mörk, má senda þetta hvenar sem er.  :?:
Ég gengst alveg við því að vera þarna og á þessum tíma þannig það er ekki vandamálið.
Mér finnst það bara mjög asnalegt af hálfu Lögreglustjórans á Snæfellsnesi að senda út tilkynningu svona seint.

Það fyndna við þessa hraðamyndavél á þessum stað er að sögur segja að þarna hafi traktor verið myndaður á eitthvað í kringum 200 km hraða.
Það sem sást ekki á myndinni var mótorhjólið sem tók fram úr traktornum.
Því miður þá get ég ekki notað sömu afsökun þar sem þetta var í desember.  :lol:
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline fannarp

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 109
    • View Profile
Re: Hraðasekt
« Reply #1 on: January 29, 2009, 19:49:16 »
biddu um að fá að sjá myndina, fékk svona fellt niður því myndin var óskýr

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Re: Hraðasekt
« Reply #2 on: January 29, 2009, 20:06:53 »
Held að það sé nær ómögulegt þar sem þeir hafa númerið á bílnum. Annað hvort þá gengst ég við að hafa verið ökumaður bílsins eða bendi á ef einhver annar var að keyra.
Ég er ekkert að reyna að sleppa undan þessu. Það sem mér finnst fáránlega asnalegt er tíminn frá brot var framið og þangað til sektin berst.
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline Serious

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 542
  • Jónatan Már Guðjónsson sími 6184505
    • View Profile
Re: Hraðasekt
« Reply #3 on: January 29, 2009, 21:46:03 »
Þú hlítur að hafa verið á bjöllunni mér sýnist á upptalningu á bílunum hjá þér að hún sé eini bíllin sem nær ólöglegum hraða hehehehehehehe :lol:
oldsmobile delta custom 88 71 (lagt 84)
mercury zephyr station 78 (seldur)
mercury zephyr 79 (í uppgerð)
bens 190e 88(SELDUR)
feroza 94(SELDUR)
Lada sport 90 driver
Lada sport 87 (í geimslu)
Ég get staðist allt nema freistingar.

Offline Heddportun

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.686
  • Engine Builder-Head Porter-CNC Machinist-CAD/CAM
    • View Profile
Re: Hraðasekt
« Reply #4 on: January 30, 2009, 23:13:36 »
tu att ekki ad turfa ad borga sektina,held af tad se 3 manada rammi sem teir hafa til ad tilkynna ter etta
Heddportun og Vélabreytingar
Innflutingur á vélum,vélhlutum,almennum vara og aukahlutum

USA 01 713 409 6094
Heddportun@gmail.com

Ari Gislason

Offline jeepson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 389
    • View Profile
Re: Hraðasekt
« Reply #5 on: January 30, 2009, 23:22:54 »
Vertu bara harður við þá. þá er ekkert víst að þeir geri neitt í þessu. svo geturu altaf sagt að þú hafir bara lánað einhverjum bílinn og þú munir nú ekkert hver það er enda svo langt síðan. og margir hafa fengið bílinn þinn lánaðan
Gisli gisla

Offline Ravenwing

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 164
    • View Profile
Re: Hraðasekt
« Reply #6 on: January 31, 2009, 00:23:27 »
Þeir hafa rúmlega 18 mánaða ramma til að tilkynna mönnum svona því miður...ef svo væri ekki þá væri ég kannski með prófið í dag en ekki að labba fram í júní  #-o
Halldór Kristófer


Never do anything you wouldn't want to explain to the Paramedics.

Offline PHH

  • In the pit
  • **
  • Posts: 66
    • View Profile
Re: Hraðasekt
« Reply #7 on: January 31, 2009, 07:58:14 »
81. gr. [Sök fyrnist á þeim tíma, er hér segir:
   1. Á 2 árum, þegar ekki liggur þyngri refsing við broti en 1 árs fangelsi eða refsing sú, sem til er unnið, fer ekki fram úr sektum.

Offline PHH

  • In the pit
  • **
  • Posts: 66
    • View Profile
Re: Hraðasekt
« Reply #8 on: January 31, 2009, 08:06:39 »
Held að það sé nær ómögulegt þar sem þeir hafa númerið á bílnum. Annað hvort þá gengst ég við að hafa verið ökumaður bílsins eða bendi á ef einhver annar var að keyra.

Þetta er ekki alveg rétt, það er ekki hægt að þvinga fram svona játningu ef ekki sést hver ekur(þó að þeir reyni...).

sbr. lög um meðferð sakamála 88/2008

118. gr.(var 51.gr. í gömlu lögunum) Vitni er rétt að skorast undan því að svara spurningu ef ætla má að í svari þess geti falist játning eða bending um að það hafi framið refsiverðan verknað eða atriði sem valdi því siðferðislegum hnekki eða tilfinnanlegu fjárhagstjóni.

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Re: Hraðasekt
« Reply #9 on: January 31, 2009, 12:36:32 »
Ég er líka nokkuð viss um að þeir megi ekki nota það sem sést í gegnum bílrúðuna.  Eitthvað persónufrelsiblabla..  Ef það er rétt, mættir þú halda á stækkaðri útgáfu af ökuskírteininu þínu við framrúðuna og þeir mættu samt ekki nota það  :lol:

En hvað veit ég, flest sem maður "heyrir" svona hér og þar reynist svo alrangt :)

Bubbi vann svona mál, þegar tekin var mynd af honum og sett í blöðin, þar sem hann var að tala í síma og keyra..  Persónuvernd eða frelsi hafði betur..:)
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline bjoggi87

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 164
    • View Profile
Re: Hraðasekt
« Reply #10 on: January 31, 2009, 21:33:34 »
en ég held að það sé þannig að þú myndir segja að þú hafir lánað bílinn en ekki munað hver var að keyra þá er það undir eigandanum komið að borga sektina félagi minn lenti í þessu fyrir nokkrum árum og þá reyndi hann þetta en það virkaði ekki annaðhvort myndi hann finna þann sem var að keyra eða hann borgaði sektina... en vil samt ekki fullyrða að þetta sé svona nuna því þetta gerðist fyrir sirka 10 árum eða svo
Björgvin helgi valdimarsson
sími 8488450
FORD ltd árg. 1978
FORD fairmont 1978 til sölu
FORD mercury montego 1974
mmc galant árg. 1980
toyota corolla árg. 1993
alfa romeo árg.1999 til sölu
www.ystafell.is
ER EITTHVAÐ BETRA EN FORD??
Ystafell Rac

Offline Sterling#15

  • Stjórn KK
  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 237
    • View Profile
Re: Hraðasekt
« Reply #11 on: February 04, 2009, 17:08:20 »
Þetta finnst mér langur tími.  Eg var tekinn á sömu myndavél og fékk sektina viku seinna.  Eitthvað hafa þeir gleymt sér þarna á snæfellsensinu.  Eg mundi hringja í þá og kvarta svolítið. :twisted:
Mustang 1966
2006 Saleen #1116  1/4 mile 11.45 á 119 MPH
2008 Saleen Sterling #15  1/8@6.987 1/4@ 10.84 á 132 MPH, 60 ft 1,644
2005 Volvo XC90 V8
Hilmar Jacobsen

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Re: Hraðasekt
« Reply #12 on: February 04, 2009, 20:05:25 »
Þetta finnst mér langur tími.  Eg var tekinn á sömu myndavél og fékk sektina viku seinna.  Eitthvað hafa þeir gleymt sér þarna á snæfellsensinu.  Eg mundi hringja í þá og kvarta svolítið. :twisted:
Ég kvartaði í þeim kurteisislega (ég kann það líka) og eina skýringin sem ég fékk var borgaðu þetta bara.
Þar sem ég er ógeðslega ríkur (á nokkra banka) þá gerði ég það bara.
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged