Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Fyrsti Diesel-Land Roverinn
SceneQueen:
--- Quote from: 1966 Charger on January 30, 2009, 11:44:43 ---Afi þinn var snillingur. Hann kunni lausnir á mörgu sem hálærðir menn áttu engin eða verri svör við.
Svo eru líka til skemmtilegar sögur af honum. Ein sem á heima hér: Eitt sinn vorum við "úti á enda" að spyrna. Það höfðu komið að sunnan þremenningar með spanjólur á hausnum sem fengust hjá Herrafataverslun Guðsteins. Undir stýri var glaðhlakkalegur rauðhærður unglingspiltur sem var með ýmsar nýstárlegar hugmyndir varðandi undirbúning bílsins fyrir átökin við Akureyska kagga. Sá rauðhærði var með garðkönnu í farteskinu og á milli ferða sótti hann vatn út í læk og bunaði því og nokkrum norðlenskum hornsílum yfir vatnskassann. Kom þá ekki að Gísli í Árnesi á Land Rovernum umrædda. Auðvitað stoppaði kallinn þar sem verið var að vökva kassann og bauðst til þess af fullri einlægni að útvega betri vatnskassa í Moparinn. Ég efa það ekki að ef að þessi Mopareigandi og Gísli hefðu náð saman á þessu momenti þá hefði ýmislegt nýstárlegt geta orðið til vegna þess að sem karakterar áttu þeir margt sameiginlegt.
Err
--- End quote ---
Hver andskotinn, :D ég bjóst nú ekki við að margir hérna þekktu hann. Gaman að heyra svona jákvætt um hann :)
Einar Birgisson:
Og hvernig gekk kælingin og síðan spyrnan hjá Val ? og við hvern ?
Brynjar Nova:
það var alltaf gaman að koma í víkina, skoða bíla og spjalla við Gísla :smt023
Navigation
[0] Message Index
[*] Previous page
Go to full version