Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Fyrsti Diesel-Land Roverinn
SceneQueen:
Veit einhver á þennan eða hvort hann sé í lagi, (Rauði Land Roverinn til hægri)
Langafi minn hann Gísli Eiríksson (1918 - 1999) átti hann fyrst svo þegar hann dó, erfði hann einhver, Veit því miður ekki númerið.
Serious:
minni að ég hafi séð svona bíl stutt frá sláturhúsinu hjá Benni Jensen þar sem einhverjir eru að brasa við landrover og range rover bíla með meyru.
Kristján Ingvars:
Fólkið er hrifið af skoda á þessum bænum :D
SceneQueen:
--- Quote from: kristjaning on January 29, 2009, 19:19:14 ---Fólkið er hrifið af skoda á þessum bænum :D
--- End quote ---
Það voru alltaf 3 til 4 Skodar þarna um 1993, Þessi Guli hægra megin er búið að henda en báðir gráu skodarnir eru í minni eigu.
1966 Charger:
Afi þinn var snillingur. Hann kunni lausnir á mörgu sem hálærðir menn áttu engin eða verri svör við.
Svo eru líka til skemmtilegar sögur af honum. Ein sem á heima hér: Eitt sinn vorum við "úti á enda" að spyrna. Það höfðu komið að sunnan þremenningar með spanjólur á hausnum sem fengust hjá Herrafataverslun Guðsteins. Undir stýri var glaðhlakkalegur rauðhærður unglingspiltur sem var með ýmsar nýstárlegar hugmyndir varðandi undirbúning bílsins fyrir átökin við Akureyska kagga. Sá rauðhærði var með garðkönnu í farteskinu og á milli ferða sótti hann vatn út í læk og bunaði því og nokkrum norðlenskum hornsílum yfir vatnskassann. Kom þá ekki að Gísli í Árnesi á Land Rovernum umrædda. Auðvitað stoppaði kallinn þar sem verið var að vökva kassann og bauðst til þess af fullri einlægni að útvega betri vatnskassa í Moparinn. Ég efa það ekki að ef að þessi Mopareigandi og Gísli hefðu náð saman á þessu momenti þá hefði ýmislegt nýstárlegt geta orðið til vegna þess að sem karakterar áttu þeir margt sameiginlegt.
Err
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version