Kvartmílan > Almennt Spjall
barracuda 70-74 á islandi
Ívar-M:
hef ekki grænan um þetta sko.. en ég veit það að challangerar voru vinsælir hérna.. var einn ljósblár 440 6pack og einn annar 440 um 6packið veit ég eki og síðan var annar hérna sem ég veit ekkert um..
Birgir:
Veit einhver hvað stendur til með þessa rauðu Barracudu fyrir utan hjá Jóa Sæm? Bíður hún uppgerðar eða er hún til sölu? Hver á hana núna?
Jón Geir Eysteinsson:
Sæll Birgir,
Hann heitir Hjörtur sem á þessa Barracudu, og hún er ekki til Sölu.
Það á að gera þessa Barracudu upp, og hún fer innan skamms í geymslu í Njarðvík, og verður þar í vetur.
440sixpack:
Vildi taka upp þennan þráð vegna umræðu við félagana síðustu dagana. Ég fór í gegnum alla bifreiðaskrána 1997 og var þá þegar meðvitaður um það að margir þessara bíla eru misskráðir í bifreiðaskrá.
Þetta er vegna þess að þessir pappírar voru handskrifaðir að sjálfsögðu áður en þeir voru settir inn í tölvu og einnig eru skráningar mjög ófullkomnar, þ.e.a.s. Plymouth Barracuda 1970 var kanski bara skráð sem " Plymouth 1970 " og þar með engin undirtegund. Þess vegna vantar slatta af bílum í þessa upptalningu.
Samt sem áður eru staðreyndin sú að aðeins örfáar eru eftir hér á landi eftir því sem ég best veit, og því miður flestar í mjög slæmu ástandi.
1. 1970 Barracuda Gran Coupé Jón Geir ( Þokkalega gott ástand)
2. 1970 Barracuda Hjörtur ( mjög illa farinn)
3. 1971 Barracuda Gulli Emils ( mjög illa farinn )
4. 1971 Cuda 340 Kristján (mjög illa farinn)
5. 1972 Cuda 340 Kristján (mjög illa farinn)
6. 1970 Barracuda nýinnflutt, Þórhallur , Alli og Eggert ( í uppgerð)
Ef einhverjir vita um aðrar hér á landi Barracudur Cudur 1970 - 1974 en þær sem eru taldar upp hér að ofan, vinsamlegast setjið inn póst.
Gulag:
--- Quote from: "hebbi" ---Ö-30 er þatta ekki 73 bíllinn sem Atli setti 440 í þá fór með vöku
--- End quote ---
jú, .. ég átti Ö-30 frá 1986 til 88 ca, var 1973 árgerð, orginal með 340, sjálfskipt, ég setti 440 vélina hans Kalla málara í hana, (var í Road Runnernum hans Sigurjóns) seldi hana svo en frétti lítið af henni eftir það. þetta var orginal "Cuda".. með húddinu og allt hvað eina.. var keypt að mér skildist á einhverri sýningu í USA,
Atli
Navigation
[0] Message Index
[*] Previous page
Go to full version