Kvartmílan > Spyrnuspjall

Tillaga að breytingum á 7. grein laga Kvartmíluklúbbsins.

<< < (2/2)

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Sæll Ingólfur.

Samkvæmt 7. gr laga KK þar stendur að það EIGI að halda fund með keppendum þannig að það er ekkert nýtt:

Úrdráttur úr greininni hér að ofan:

Nefndin skal skipuð minnst 3 og ekki fleirum en 5 mönnum ,sem ekki sitja við stjórn KK á því tímabili,völdum af stjórn klúbbsins til tveggja ára í senn.Það skal vera opinbert hverjir sitja í nefndinni hverju sinni.
Í nefndinni eru allir jafnir, enginn formaður eða slíkt.

1 Febrúar skal í síðasta lagi vera búið að halda fund með keppendum um reglubreytingarnar sem nendin ætlar að leggja fyrir aðalfund,eftir fundinn er ekki hægt að draga tillögur til baka.

20 febrúar eða minnst einni viku fyrir aðalfund skal svo birta á endanlegar tillögur á vef Kvartmíluklúbbsins.





Síðan er verið að horfa til framtíðar þegar ÍSÍ hefur tekið við reglumálum og keppendur hafa ekkert lengur með Íslandsmótsreglur að segja.

Það bannar klúbbum sem að stunda mótorsport hinns vegar ekki að halda sínar innanfélagskeppnir, bikarkeppnir eða aðrar þær keppnir sem að þeir vilja halda, eða eru haldnar af örðum með útleigu á mannvirkjum.

En til þess að það sé hægt verða að vera grundvallarreglur til að fara eftir, bæði varðandi keppnishald, öryggi og fyrir flokka.
Það er það sem svona nefnd/hópur á að sjá um.

Einnig þarf klúbburinn að hafa innan sinna raða þjálfað starfsfólk við braut og í skoðun.
Það yrði hlutverk tækninefndar/hóps sem þessa að sjá um þjálfun skoðunarmanna og starfsfólks við braut þá í samráði við keppnisstjórn/keppnisstjóra.

Þá þarf líka að vera til aðgengilegt samskipta og upplýsinga teymi fyrir keppendur og starfsmenn/keppnisstjórn sem og við ÍSÍ og erlendar tækninefndir/hópa.

Nú varðandi fundi með keppendum þá er alltaf spuning hvort sé betra og lýðræðislegra að safna saman á stórann fund eða fundi þar sem allir geta komið og tjáð sig, eða haldið þessu í litlum klíkum þar sem ja horfðu á sjónvarpið hjá þér, það sem er að gerast í þjóðfélaginu núna er mikið til út af klíkuskap í lokuðum klíkum og síðan samskiptaleysi og hroka þeirra sem í klíkunum eru og vilja bara fá sitt fram og er sama um hvað almenningur vill.

Auðvitað verða margar skoðanir á lofti, og það er líka gott þar sem þá koma upp hugmyndir sem að nefndin hefur kanski ekki hugsað út í.
Það er enginn alvitur og allir eiga rétt á sínum skoðunum og litlar klíkur loka, stórir fundir opna. =D> =D> =D>

Sú hugmynd að frysta reglur í þrjú ár er ekki ný.
Við notuðum hana fyrst 1985 þegar við settum upp götubílaflokkinn sem nú er orðinn að GF/, og það tókst vel.
Þetta þýddi að menn þurftu að sýna framsýni og vanda sig við reglur, og þá er ennþá mikilvægara að allir fái að segja sitt álit.
Líka að keppendur standi ekki uppi með ólögleg tæki eftir árssmíði og mikil peningaútlát þar sem að búið er að gjörbylta flokkum sem að þeir ætluðu að fara í.
Svoleiðis er bara alls ekki sanngjarnt.  :!:
Auðvitað getur alltaf komið sú staða upp að einhver "dómineri" flokkinn.
En er það ekki alltaf að gerast hvort eð er og þá fáum við þó tíma til að hugsa út hvað á að gera meðan aðrir keppendur í flokknum reyna að ná þessum eina.
Er ekki líka sanngjarnt að þeir fái það tækifæri. :?:

Sú tækninefnd sem að hér er verið að leggja til hefur miklu víðtækara hlutverk heldur en núverandi reglunefnd og hefði löngu átt að vera komin til starfa þar sem hún veltir töluverðu starfi af stjórn og keppnisstjórn og tekur líka við ábyrgðarhlutverki af þeim. :smt023

Kv.
Hálfdán.

Ingó:
Það væri gaman að fá raunhæfar hugmyndir frá þér en ekki endurtekningu á gömlum lumum en ekki við því að búast þar sem það virðist sem þú sért fastur í tíma og sjáir ekki út fyrir kassann og eða löngu staðnaður. !!!  :-({|=

Ingó. :)

Kristján Skjóldal:
hefur einhvertiman einhver domenerað :-k :?:

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Sæll Ingólfur.

Ef það er stöðnun að setja upp nefnd/hóp til að halda saman öllum reglum bæði keppnis og öryggislegum, miðla upplýsingum til keppenda og keppnisstjónar eða stjórnar og vera í sambandi við þá sem að eru í regluverki erlendis, þá er ég örugglega staðnaður. :-k

Þetta er hins vegar það sem koma skal og er mjög þarft til að keppendur og keppnisstjórn/stjórn og aðrir áhugamenn geti gengið að upplýsingu á einum stað og geti fengið svör við sínum spurningum fljótt og örugglega.

Við sjáum líka fram á að þegar ÍSÍ tekur við reglumálum fyrir Íslandmeistaramót (er að tala um flokkareglur) þá verða keppendur ekki spurðir álits, heldur verður væntalega notast við reglur NHRA/FIA.

Það er önnur ástæða fyrir því að við þurfum svona nefnd/hóp og það eru framtíðar samskipti við ÍSÍ eða heldur þá deild innan ÍSÍ sem að kemur til með að sjá um þessi mál.

Sæll Kristján.

Það hafa alltaf verið einhverjir sem að hafa komið og "dóminerað" sinn flokk í einhvern tíma hvort sem að við séum að tala um stuttan eða langann tíma.
Svoleiðis getum við aldrei komist fram hjá að gerist hér frekar en erlendis.

Það eru aðeins tvær leiðir til að koma í veg fyrir svoleiðis, annar vegar að nota froskotakerfi með kennitímum (index) sem að eru breytilegir (bracket?) eða að breyta reglum mjög ört.
Svo er reyndar það þriðja og það er að láta keppendur "elta" hvorn annan og leyfa innbyrðis þróun að lagahlutina.
Það tekur lengri tíma en er sennileg raunhæft.

Síðan er spurningin hvernig menn vilja hafa þetta. :!:

Ingó:
Hálfdán

það er ekket nýtt í þessu hjá hér enda ekki von!!

Ingó.

Navigation

[0] Message Index

[*] Previous page

Go to full version