Author Topic: 1972 Torino  (Read 14008 times)

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
1972 Torino
« on: January 23, 2009, 03:22:30 »
Hver þekkir þennan?



Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Re: 1972 Torino
« Reply #1 on: January 23, 2009, 04:54:49 »
Sælir félagar. :)

Þetta er 1972 429cid bíllinn sem er fyrir austan á Egilstöðum eða Fellabæ.

Hann var einmitt svona á litinn þegar ég keypti hann 1984/5.


Flottur bíll :!:



Kv.
Hálfdán. :roll:
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: 1972 Torino
« Reply #2 on: January 23, 2009, 08:59:09 »
hann er flottari grár með vínil topp :-k
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline torino 72

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 38
    • View Profile
Re: 1972 Torino
« Reply #3 on: January 23, 2009, 13:30:03 »
var sagt að hann hefði verið pantaður svona grar a sinum tima en komið brunn. og fyrsta verk umboðsins var að koma honum i rettan lit fyrir kaupandann.
sagan segir allavega að svona hafi hann hafið sinn feril her :lol: hvort sem hun er sonn eða

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Re: 1972 Torino
« Reply #4 on: January 23, 2009, 13:46:23 »
Sælir félagar. :)

Ég verð að vera sammála Kristjáni um að bíllinn var flottur svona silfurgrár með vínilnum.
Þegar ég átti hann þá var ég mikið að spá í að mála hann eins aftur enda var lakkið ónýtt þegar ég fékk hann, en ég seldi hann áður en til þess kom.
Hinns vegar þá var smá vandamál og það var að það vantaði hluta af listunum fyrir víniltoppinn og þá var ekki hægt að fá á þeim tíma.

Bíllinn kom ekki silfurgrár til landsins eins og margir halda heldur var hann ja hvernig á að lýsa því, svona kopar-gylltur.
Mér var sagt að fyrsti eigandinn (eldri maður) hefði verið svo óánægður með litinn að hann hefði látið mála hann strax og hann fékk hann í hendurnar.
Ég reif bílinn allan í sundur og þar sást á einum stað glytta í þennan lit (man ekki hvar það var enda langt síðan).
Svo var líka innréttingin brúnt leður og það hefði ekki farið sérstakleg vel við silfurgrátt og nei ég lét ekki plussa bílinn að innan. :!:
Ég skipti hinns vegar um skottlok á bílnum og lokið sem að ég setti á hann var af bíl (1973 Torino) sem var eins og þessi var upprunalega á litinn.
Það er kanski hægt að sjá þann lit einhverstaðar ennþá. :?:

En hann var að mér finnst lang flottastur silfurgrár með vínil, hins vegar er vínrauði liturinn ágætis málamiðlun þegar vínillinn er farinn.

Svo mætti athuga hvort ekki sé hægt að fá listana núna. :!: :!:

Kv.
Hálfdán. :roll:
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline Siggi H

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Re: 1972 Torino
« Reply #5 on: January 23, 2009, 23:59:30 »
eigandinn er frá seyðisfirði ef mér skjátlast ekki
Kv. Sigurður Helgason

MMC Lancer 1.3 GLXi '99
Kia Sorento 2.5 EX Diesel '07
Mercedes Benz C230 Kompressor Sport '03

Offline Weiki

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 48
    • View Profile
Re: 1972 Torino
« Reply #6 on: January 24, 2009, 02:41:45 »
Er þetta ekki sá sem Rögnvaldur í fellabæ á?
Hjörtur V. Jörundsson

Camaro Z28 1996
Patrol 350Tbi 44"(stuttur) 1989
Toyota carina-E 1.8 1997

Offline Jói

  • In the pit
  • **
  • Posts: 71
    • View Profile
Re: 1972 Torino
« Reply #7 on: January 24, 2009, 11:53:36 »
þessi bíll er bara ennþá á sínum stað í Fellabæ í eigu Gulla eftir sem ég best veit
Jóhann Ó.  
s:869-5891

Offline Guðmundur Björnsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 294
    • View Profile
Re: 1972 Torino
« Reply #8 on: January 24, 2009, 21:45:40 »
Hálfdán,manst þú hvaða tíma Kobbi Sæm náði á honum um árið?? (eða er það ekki eina skifti sem hann fór á brautina)

KV

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Re: 1972 Torino
« Reply #9 on: January 24, 2009, 23:16:34 »
Sælir félagar. :)

Sæll Guðmundur.

Ég man ekki hvaða tíma Kobbi náði á bílinn, en hann er nú stundum hérna inni á spjallinu svo að það er spurning hvort að hann sér þetta og gæti frætt okkur um það.

Annars þá veit hann nafni þinn Kjartansson örugglega þá tíma.

Ég keypti bílinn af Kobba og fór með hann einu sinni á brautina og náði 15,09sek og braut skiptinguna í ferðinni þegar ég setti í þriðja gír. :???:

Þannig að það var ekkert til að státa af.

Hannibal Ólafsson sem að átti bíllinn á eftir mér hann kom líka með hann á brautina, en ég man ekki hvort að hann tók tíma á bílinn.

Maður vonast til að sjá tækið aftur á brautinni.

Þetta er sennilega annar af tveimur bílum sem að ég hef átt og væri alveg til í að eiga aftur.

Þessir Torino-ar er bílar sem er litið niður á og fram hjá sem er mjög ósanngjarnt þar sem að þeir eru mjög skemmtilegir.

Kv.
Hálfdán. :roll:
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline Guðmundur Björnsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 294
    • View Profile
Re: 1972 Torino
« Reply #10 on: January 25, 2009, 00:27:32 »
Sæll Hálfdán,

Já ég spyr Kobba næst þegar ég heyri í honum hvaða tíma hann náði.

Ekki vissi ég að hann hefði verið kopar-gylltur í upphafi en hann hefur ábyrgilega verið flottur svoleiðis =D>

Svo er ég sammála þér með Torino-ana þetta eru vanmetnir bílar, það var mjög gott að keyra 72 bíllinn þinn gamla,mér líkaði vel við hann.

Ef það væri skilda að eiga minnst einn FORD á Nýja-Islandi þá myndi ég velja 70-71 eða 72 TORINO

KV GB

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Re: 1972 Torino
« Reply #11 on: January 25, 2009, 01:13:09 »
Sælir félagar. :)

Sæll aftur Guðmundur.

Ég má til með að segja eina sögu af bílnum þegar hann var í minni eigu.

Við Sigtryggur (Fairlane 428) og hann Páll bróðir (Javelin 401) minn vorum að reyna að laga bensíndæluana á 429 vélinni, en það hafði farið mambran og það gusaðist bensín út um öndunargat.
Við vorum þá með aðstöði í Skútaharuninu rétt hjá Kapplakrikavelli í Hafnarfirði, og vorum fyrir utan skúrinn með bílinn í gangi.
Þá kom "Óli Hemi" í heimsókn og var á GTX-inum og fór að spyrja hvað væri að, og við sögðum honum það.
Þá langaði Sigtrygg að prófa hvort að viðgerðin (P 38 í gatið   #-o) myndi halda og keyrði á bílnum út Kapplahraunið.
Óli hoppaði inn í GTX-inn og keyrði á eftir honum með Pál bróðir sem farþega.
Þegar þeir komu að gatanmótunum þar sem að partasalan og verkstæðið hans Kalla málara eru í dag, þá snéru þeir við og ákváðu að spyrna til baka.
Ég stóð þar sem að KK var einu sinni til húsa í Kapplahauninu og horfði á þessi ósköp.

Þá gerðist það skrítna að Torino-inn tók á báðum (var ólæstur) og hentist af stað
Svona fyrst í startinu þá sá ég ekki betur en hann væri jafn "Hemi fílnum".
GTX-inn var á mun lægra drifi en Torino þannig að hann skipti fyrr í annan en Torino-inn virtist vera samhliða honum þangað til að Sigtryggur skipti í annan, en þá þokaðist GTX-inn fram úr.
Páll bróðir sem var í GTX-inum var skriðinn undirmælaborð þar sem að hann hélt að Óli myndi keyra á girðinguna við Kapplakrikavöllinn.
En Sigtryggur brosti hringinn þegar hann kom út úr Torino þar sem að við héldum báðir að hann yrði stunginn af.

Nokkru seinna þegar við vorum ennþá að messa yfir Torino og reyna að finna út hvaðan þetta afl hefði komið þá kom Óli "Hemi" aftur og nú í fylgd með Sigurjóni Andersen.
Við vorum komnir með Torino inn í hús og Sigurjón gekk beint að húddinu stakk sér hálfur ofan í það og sagði stundar hátt: "Jæja strákar var verið að tjúna". :spol:

Kv.
Hálfdán. :roll:

(ég vona að Sigtryggur komi með eitthvað "komment á þetta.   \:D/)
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline emm1966

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 554
    • View Profile
    • Videó safnið
Re: 1972 Torino
« Reply #12 on: January 25, 2009, 11:17:29 »
Gran Torino 2008
http://www.videoembedder.com/embed.php?type=zshare&val=qkBUSb30Jv:kk=Kiu=kQVb?tWAlK4C9SP

Description:

Disgruntled Korean War vet Walt Kowalski sets out to reform his neighbor, a young Hmong teenager, who tried to steal Kowalski's prized possession: his 1972 Gran Torino.

Offline FORDV8

  • In the pit
  • **
  • Posts: 94
    • View Profile
Re: 1972 Torino
« Reply #13 on: January 25, 2009, 18:09:06 »
Bjarni Finnboga átti þennan bláa 1987 sá græni var síðast er ég vissi rétt fyrir utan Selfoss

kv.Ingibergur
Ingibergur Bjarnason

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Re: 1972 Torino
« Reply #14 on: January 25, 2009, 19:50:37 »
Sælir félagar. :)

Þessi græni Torino er original með 351cid Cleveland Cobra Jet og fjögura gíra.
Það var síðan sett ofan í hann 390cid og sjálfskipt úr 1969 390cid Mustang sem er í uppgerð á suðurnesjum.
Seinna var sjálfskiptinunni skipt út fyrir þriggja gíra beinskiptann kassa.

Spurninginn er hvaða vél er í honum í dag og í hvaða standi er hann. :?:

Kv.
Hálfdán.
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline Siggi H

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Re: 1972 Torino
« Reply #15 on: January 25, 2009, 20:12:34 »
þessi torino er í ágætis standi í dag, það er einhver svakalegur mótor í honum skilst mér.. sem var í torfæru bíl ef ég fer ekki með rangt mál
Kv. Sigurður Helgason

MMC Lancer 1.3 GLXi '99
Kia Sorento 2.5 EX Diesel '07
Mercedes Benz C230 Kompressor Sport '03

Offline Anton Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.972
    • View Profile
Re: 1972 Torino
« Reply #16 on: January 25, 2009, 20:29:12 »
þessi torino er í ágætis standi í dag, það er einhver svakalegur mótor í honum skilst mér.. sem var í torfæru bíl ef ég fer ekki með rangt mál

Þú ert alveg út á túni,,

Þessi rauði sem var grár er vissulega fyrir austan og Gulli á hann, hann er kominn með 514 í hann sem hann flutti inn frá USA .

Hálfdán er hinsvegar að spá í hvernig ástandið á þessum græna er í dag og hvað kram sé í honum.

En hvað varð um bláa bílinn?

Offline Siggi H

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Re: 1972 Torino
« Reply #17 on: January 25, 2009, 20:30:37 »
nújæja, ég hélt að það hefði verið að spyrja um þennan rauða :lol:
Kv. Sigurður Helgason

MMC Lancer 1.3 GLXi '99
Kia Sorento 2.5 EX Diesel '07
Mercedes Benz C230 Kompressor Sport '03

Offline Gummari

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 861
  • UNICORN
    • View Profile
Re: 1972 Torino
« Reply #18 on: January 25, 2009, 22:09:50 »
græni er til og er í dag 351W 3g beinsk.

hann er í uppgerðar ástandi rifinn að hluta og búið að gera slatta en mikið verk eftir líka. ég skoðaði hann nýlega
og eigandinn vill ekki selja :neutral:

en Hálfdán voru bara þessir 3 til og hvað varð um bláa bílinn :?:
69 Mustang Mach1
70 Pontiac Firebird              
77 VW Bjalla chop top                              

Toyota Auris Ökukennslubíll hjá frúnni
ÖKULIND s.8979969 tilboð fyrir KK

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Re: 1972 Torino
« Reply #19 on: January 25, 2009, 23:21:46 »
Sælir félagar. :)

Sæll Gummari.

Það voru nokkrir í viðbót, þar á meðal Gran Torino Sport (fastback).
Ég skoðaði þann bíl þar sem að hann stóð í Laugalæknum árið 1984 að mig mynnir, og þá var hann orðinn svolítið dapur enn ekki þannig að þannig að það væri erfitt að gera hann upp.
Sá bíll var með 351cid Cleveland tveggja hólfa og var vínrauður með svartann vínil og gott ef að hann var ekki á Cragar SS felgum eða svipuðum.
Þessi bíll er ónýtur í dag.

Ef ég man rétt þá var einn urðaður.

Ég man ekki hvað varð um bílinn sem að Bjarni Finnboga átti, en hann getur örugglega svarað því.

Mig rámar líka í einn svartan og mynnir að hann hafi verið handmálaður eða rúllaður þegar ég sá hann í kringum 1981-2, þori ekki alveg að fullyrða með þann bíl.

Síðan voru nokkrir fjögura dyra Torino til líka af þessari árgerð ef ég man rétt, en í fljótu bragði man ég eftir þessum tveim til þrem bílum til viðbótar.

Kv.
Hálfdán. :roll:
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.