Kvartmílan > Chrysler

Chrysler Turbine '63

<< < (2/4) > >>

Andrés G:
hér er annar þráður um þennan merkilega bíl :) :
http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=24398.0

Kristján Ingvars:

--- Quote from: 1966 Charger on January 15, 2009, 19:55:09 ---Hér eru menn að dissa merkilegan Mopar en hafa ekkert fyrir því að kynna sér málið.  Hér er nefnilega um að ræða mjög merkilega tilraun sem Chrysler gerði 1963

Vélin í þessum bíl snérist 60.000 sn/mín. Hún gekk á allskonar eldsneyti, bensíni, dísel, þotueldsneyti og jafnvel jurtaolíu.   Einna best gekk hún á tequila.  Það var ekki talið að þyrfti að skipta um olíu á henni vegna þess að engar brunaagnir úr sprengirými gátu blandast vélarolíunni. Hún var nú ekki aflmikil (163 bhp) en betra tork (425 lbs./ft.). Bíllinn náði 100 km á 12 sek. Þessi vél þurfti lítið viðhald vegna þess að í henni var engin kveikja og ekkert vökvakælikerfi.  Hún framleiddi engan kolsýrling en nóg af nituroxíði sem er eiturefni. Ekki tókst að hemja þá framleiðslu og varð það öðru fremur til að gera útaf við þessa merkilegu tilraun, auk þess sem bíllinn sándaði eins og risastór ryksuga.

Err

--- End quote ---

Má vera að hann sé merkilegur, en það breytir engu varðandi ljótleika hans  :wink:

#1989:
Það sem ekki hefur komið fram er að það var Ghia á ítalíu sem framleiddi bílinn, 50 stk. voru smíðuð og lánaði Chrysler almenningi bílana frá ´63-´66 203 í allt á aldrinum 21-70 ára.
Eðslan þótti helst til mikil 11,5 mpg. vigtaði 4100 pund. Gekk undir nafninu Engelbird, tollayfirvöld eiddu öllum nema 10 stk. sem borgaður var tollur af og dreift á söfn.
Kv. Siggi

Kristján Ingvars:
Risastór ryksuga sagði einhver:

http://www.youtube.com/watch?v=Z1U_SSXkges&NR=1

Þetta er náttúrulega ekki fyndið..

1966 Charger:
FALLEGASTA ryksuga sem smíðuð hefur verið!

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version