Kvartmílan > Aðstoð
Gormar
Kristján Ingvars:
Nei ekki síðast þegar ég gáði :lol:
Hvað áttu við með því?
KiddiJeep:
:lol:
Ekki fara að blanda einhverri sjálfstæðri klafa-fólksbíla fjöðrun inní þetta, maðurinn er að spyrja hérna hvernig á að gormavæða hásingarjeppa og það að fara að tala um klafa er svona álíka gáfulegt og ég fari að sulla smurolíu út í hrærivélina hennar múttu þegar hún biður mig um að rétta sér smjörlíki...
Þetta eru engin geimvísindi að setja gorma á þetta, hvað er bíllinn ca þungur?? Finndu bara jeppa sem er svipað þungur og fáðu gorma undan svoleiðis, Patrol t.d. eða Land Cruiser koma sterkir inn. Gott að nota dempara úr sömu gerð af bíl og gormarnir koma úr.
Svo ráða menn bara hvaða leið þeir fara í því að koma böndum á hásinguna þegar fjaðrirnar eru á bak og burt, það fer svona aðallega eftir því hversu mikla fullkomnunaráráttu menn hafa. Það er hægt að fá Bronco stífur fyrir gott sem ekki neitt og þær virka alveg svosem bæði að framan og aftan. Ef þú vilt gera þetta vel þá eru Range Rover, Land Cruiser, Bronco eða Patrol stífur kjörnar að framan en 4 link að aftan. Lykilatriði er að láta stífurnar alls ekki halla mikið, það kemur niður á virkni fjöðrunarinnar og aksturseiginleikum. Langbest er að láta þær halla nánast ekki neitt, mesta lagi 5 gráður.
Serious:
Sammála Kiddijeep að Toyota eða Rover ætti að virka fínt , Hemi vökuportið eða partasalar ættu að eiga eitthvað handa þér sem hentar undir bílinn þinn.Klafa drasl ef slíkt er undir jeppa sem á að breyta hendir maður því oftast og setur hásingu í staðinn það virkar mun betur.
@Hemi:
Sælir.
þetta appratr er Ram Charger '82 og vegur um 2,7 tonn..
og er hægt að fá þetta í bílapartasölu meða eitthverju svoleiðis ? vil góða gorma og stífur, nenni ekki að "uppdate" Þetta eftir eina ferð.. vil hafa þetta fínt.
en hverju mæla menn með ? hvernig tegund af gormum og hvernig stífur ? (eg er nú 17 ára og algjör jólasveinn í þessu bíla dóti :lol: #-o )
en þetta 4link dót, eru það 4 stífur sem að koma í hásinguna eða hvernig er þetta apparat ? byrja á að lyfta grindini upp og rífa fjaðrar draslið undan útbý festingu fyrir gormana í grind og hásingu og læt grindina síga aðeins og kem svo fyrir stífonum ? eða hvernig er besta og þægilegasta aðferðin ?
cv 327:
Sæll.
Út af hverju villt þú henda fjöðrunum undan? Eru þær, eða fjaðrafóðringarnar orðnar slappar? Fjaðrir þurfa alls ekki að vera slæmur búnaður undir svona jeppa. Ef fjaðrirnar eru slappar er ýmislegt hægt að gera til að bæta úr þvi og mýkja í leiðinni, án mikillar vinnu. Að gormavæða svona bíl er heilmikil vinna, sem skilar síðan kanski ekki því sem leitað var eftir.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version