Ég veit ekki með ykkur en stundum skil ég ekki hvað GM er/var að hugsa, á meðan aðrir USA framl. bíla eru að framleiða bíla sem eru flottir og vinsælir eins og t. d. Ford (Mustang/F150 pikkinn) og Chrysler (300/charger/magnum/challanger/Viper) er Gm úti á túni og á ekkert sambærilegt nema Corvette.
GM ákvað að hætta að framleiða Camaroinn 2002 eins og allir vita og þá var GM með engann V8, 2 dyra, 4 sæta Musle bíl, á meðan renna Mustangarnir og Mopar bílarnir út eins og heitar lumur, núna á loksins nýji Camaroinn að koma, ef hann kemur.
Eftir að hætt var að framleiða Camaroinn kom forljótt kvikindi sem heitir SSR með V8, forljótan framenda, 2 sæta með palli og niðurfellanlegt þak, ég veit ekki hvernig á að skilgreina þessa hörmung, enda seldist hann illa og var fljótlega hætt að framleiða hann og þeir sem segja að ég og fleiri eigum að láta athuga augun í okkur ættu frekar að láta athuga hnetuna sem þeir eru með fyrir aftan augun.
Ég hef aldrei skilið þetta fólksbílapikkupdæmi, þarna er maður með 2 sæta (ekki)sportbíl með engu innanrýmisfarangursgeymslu en með pall sem lítið sem ekkert er hægt að nota, nema þú sért iðnaðarmaður og viljir vera flottur á því.
Svo er hefðbundið pikkuphönnun (opinn pallur, hleri aftan) eitt það versta fyrir loftmótstöðu sem til er því pallurinn og hlerinn virka sem loftbremsa.
Það er kannski skiljanlegt að pikkupfólksbílar séu vinsælir í heitari löndum til að skutla brimbrettinu aftan á eða crosshjólinu en við sem höfum komið nálægt crossi eða sleðasporti vitum að til að koma tækjunum á leiksvæðin þarf 4x4 pikkup svo við séum ekki fastir í drullu eða snjó.
Ég hef reyndar aldrei verið hrifinn af þessum "´40 look" bílum eins og SSR, HHR og PT cruiser, mér finnst þetta vera of gamaldags öfugt við nýja Mustanginn, Challangerinn og camaroinn.