Author Topic: Rafsuða  (Read 6559 times)

Offline Gilson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.102
    • View Profile
Rafsuða
« on: January 02, 2009, 21:54:49 »
sælir félagar góðir

Ég er búinn að vera að sjóða svolítið út í skúr að undanförnu vegna þess að ég er að reyna að klára bílinn minn. Í kvöld kom maður heim til mín frá rafmagnsveitunni og sagði að þeir hefðu fengið miklar kvartannir útaf flökkti í rafmagninu í götunni Og hann sagði að það væri alls ekki ætlast til þess að menn séu að sjóða í heimahúsum  :roll:. Hafið þið lennt í öðru eins ..?, það er nú verið að sjóða í þónokkuð mörgum bílskúrum hér á landi. Mér finnst þetta heldur betur sérstakt  :???:
Gísli Sigurðsson

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Re: Rafsuða
« Reply #1 on: January 02, 2009, 22:25:14 »
Hahahaha, segðu honum að hoppa þangað sem sólin skín ekki og reka þá sem að hönnuðu dreifikerfið þeirra í götunni þinni.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Kimii

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 682
  • Jóakim Pálsson
    • View Profile
Re: Rafsuða
« Reply #2 on: January 03, 2009, 05:36:31 »
hahaha ég veit um einn sem lét þetta ekki stoppa sig :D en djöfull er það bjánalegt að að hafi borist kvartanir...
Jóakim Páll

Chevrolet Chevelle 1972 502
Subaru Legacy 2009

Alþrif á bílum fyrir 5000 kr. tímapantanir í síma 660-0888

Offline Gilson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.102
    • View Profile
Re: Rafsuða
« Reply #3 on: January 03, 2009, 13:21:15 »
hahaha ég veit um einn sem lét þetta ekki stoppa sig :D en djöfull er það bjánalegt að að hafi borist kvartanir...

Reyndar er ekki bjánalegt að það hafi borist kvartannir, fólkið sem kvartaði vildi bara að rafmagnið sem það borgar X mikið á mánuði fyrir sé í lagi, en það er fáranlegt að þetta kerfi ráði ekki við eina skítna suðuvél.
Gísli Sigurðsson

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Re: Rafsuða
« Reply #4 on: January 03, 2009, 13:22:52 »
Menn hafa nú verið að rafsjóða í bílskúrunum heima hjá sér síðan áður en ég fæddist og aldrei verið neitt vesen tengt því.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Ingaling

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 41
    • View Profile
Re: Rafsuða
« Reply #5 on: January 03, 2009, 16:02:08 »
Hvar á landinu ertu?
Ég tók sérstaklega inn þriggja fasa rafmagn í skúrinn minn til þess eins að geta rafsoðið.
Chevrolet Silverado 1500 Vortec MAX 35" 2007
Volvo V50 2.0D
Husqvarna TC250

Offline Gilson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.102
    • View Profile
Re: Rafsuða
« Reply #6 on: January 03, 2009, 16:11:04 »
ég er á selfossi og það er þriggja fasa rafmagn í skúrnum.
Gísli Sigurðsson

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Re: Rafsuða
« Reply #7 on: January 03, 2009, 17:23:31 »
er nú ekki ætlast til að menn reykja heima hjá sér í sófanum en menn gera það samt.

mér finnst þetta fífl sem kvartaði áttar sig ekki að þú borgar þetta auka rafmagn og einhver annar hlýtur að vera orsaka þetta álag hjá aðilanum.

ég veit um einn sem koma sér inná rafmagnið á ljósastaur í götunni heima hjá sér fyrir hjólhýsið sitt.. ég hefði nú hent konunni frekar út og losa mig við að rífast sífelt við hana

ekkert sem bannar mönnum að reykja heima hjá sér eða sjóða.
« Last Edit: January 03, 2009, 17:25:11 by Racer »
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline jeepson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 389
    • View Profile
Re: Rafsuða
« Reply #8 on: January 03, 2009, 23:32:21 »
Blessaður vertu. hlustaðu ekki á þetta hellvídas crap. segðu þessum bjánum bara að hanna annað rafkerfi sem þolir álagið. þetta er þinn skúr þitt hús þín lóð. Og hvað þú gerir í þínu húsi kemur engum við. hættu að velta þér uppúr farðu bara að sjóða eins og muther fucker :mrgreen:
Gisli gisla

Offline villijonss

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 264
    • View Profile
Re: Rafsuða
« Reply #9 on: January 04, 2009, 15:45:53 »
er nú ekki ætlast til að menn reykja heima hjá sér í sófanum en menn gera það samt.

mér finnst þetta fífl sem kvartaði áttar sig ekki að þú borgar þetta auka rafmagn og einhver annar hlýtur að vera orsaka þetta álag hjá aðilanum.

ég veit um einn sem koma sér inná rafmagnið á ljósastaur í götunni heima hjá sér fyrir hjólhýsið sitt.. ég hefði nú hent konunni frekar út og losa mig við að rífast sífelt við hana

ekkert sem bannar mönnum að reykja heima hjá sér eða sjóða.

Wow einhver ný lyf kominn a markaðinn ? gimme sum :D
ford er málið !!
Vilhjálmur Jónsson
Real Race cars have paddle tires

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Re: Rafsuða
« Reply #10 on: January 04, 2009, 17:01:03 »

Wow einhver ný lyf kominn a markaðinn ? gimme sum :D

þetta er úrelt lyfjabirgðir sem ég á og engin hefur fengið í þau fyrir utan mig síðan ég hóf net frægð mína  :mrgreen:
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Mtt

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 215
    • View Profile
Re: Rafsuða
« Reply #11 on: January 04, 2009, 21:14:36 »
á meðan þú greiðir rafmangsreikniginn þinn þá áttu að meiga mota það rafmagn sem þú vilt í því magni sem þú vilt

mtt
Magnús Óskarsson

Offline TONI

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.747
    • View Profile
Re: Rafsuða
« Reply #12 on: January 04, 2009, 21:59:51 »
Rafsuða og eldavél í fullri notkun eru að nota svipað magn af rafmagni......álag rafsuðunar kemur bara svo snöggt inn og fer jafn hratt af að það verður frekar vart við það. Þetta flolgt er eingöngu sökum þess að orkusalinn er ekki með viðunandi lagnir/spenni fyrir það hverfi sem um er rætt. Þetta er ekki þitt vandamál, láttu það vita að þú sért ekki tilbúinn að borga fullt verð fyrir rafmagnið nema að þeir bæti ástandið, þú ert með skert rafmagn sem fer illa með rafsuðuna þína (hætta á að hún skemmist án alls gríns) svo nú er komið að þér að kvarta og þeirra að bæta þjónustuna.....svo nú lag fyrir litla manninn að láta risann heyra það
Kv. Anton

dodge74

  • Guest
Re: Rafsuða
« Reply #13 on: January 04, 2009, 22:40:41 »
hahahaha veistu ég mundi bara seiga þessum gaur að halda kjafti :lol:

Offline Geitungur

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 10
    • View Profile
Re: Rafsuða
« Reply #14 on: January 05, 2009, 09:15:13 »
Ef þú ert með svokallaða rúllusuðu sem ég geri ráð fyrir að þá er mikil hætta á að vélin skemmist hjá þér ef rafmagnið er að koma í skömmtum inná vélina einfaldlega vegna stýrispjaldsins sem er í vélini og þar með er orkusalinn orðinn ábyrgur ef vélin skemmist.

Offline TONI

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.747
    • View Profile
Re: Rafsuða
« Reply #15 on: January 05, 2009, 09:58:14 »
Orkusalinn er ekki ábyrgur fyrir því tjóni sem hlotist getur af spennufalli eða rafmagnsleysi........sorrý og stýrispjaldið þitt brennur, ath það er í öllum "nýlegum" vélum.
Kv. Anton

Offline Gilson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.102
    • View Profile
Re: Rafsuða
« Reply #16 on: January 05, 2009, 10:22:13 »
Ef þú ert með svokallaða rúllusuðu sem ég geri ráð fyrir að þá er mikil hætta á að vélin skemmist hjá þér ef rafmagnið er að koma í skömmtum inná vélina einfaldlega vegna stýrispjaldsins sem er í vélini og þar með er orkusalinn orðinn ábyrgur ef vélin skemmist.

Ég er með nokkuð gamla kemppi MIG vél.
Gísli Sigurðsson

Offline jeepson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 389
    • View Profile
Re: Rafsuða
« Reply #17 on: January 05, 2009, 15:51:55 »
Kvartaðu bara yfir þessu. skiptir ekki hvaða vél þú ert með því þú þraft x mikið rafmagn og kerfið er ekki að sinna því. láttu þessa asna laga þetta. vélin skemmist vissulega hjá þér. en það sem skiptir mestu er að kerfið nái að sinna þeirri eftirspurn sem er. meina það er bara þannig í dag. alstaðart. ef eitthvað sinnir ekki eftirspurninni. þá er það endurbætt. segðu þeim þá bara að þú farir í mál við þá ef þeir gera ekki neitt í málunum. þú hefur allan rétt til að rafsjóða eins mikið og þú vilt. þannig að taktu þér smá pásu frá suðuverkinu. og hringdu eitt símtal og heltu þér yfir þessa asna :D
Gisli gisla

Offline TONI

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.747
    • View Profile
Re: Rafsuða
« Reply #18 on: January 05, 2009, 23:04:20 »
Engin ástæða að vera neitt annað en kurteis, óskar bara þess að fá það sem þú borgar fyrir, ekkert annað en sanngjörn krafa  :wink: