En já Stefán, rauði í Þórunnarstrætinu er sumsé billinn minn
Með dótið á Garðarstöðum, er mín skoðun eitthvað mitt á milli. Það eru alveg nokkur tæki þarna sem hægt væri að lappa uppá,
kanski fyrir lítinn pening, og gera falleg. en það er samt ábyggilega ágætis meirihluti af þessu þarna sem að varla er hægt að verja fyrir að eiga ekki skilið að verða að landfyllingu. Sama frá hvaða heimsálfu það er ættað. Ég veit að þetta er afskaplega persónubundið en þetta er allavega mín skoðun.
Hvað viðkemur XT bílunum, var mér starsýnt á þennan bíl frá því að ég sá hann fyrst fyrir það hvað hann var alveg skelfilega ljótur og sú skoðun hefur ekkert breyst. Aftur á móti er ég farinn að hafa húmor fyrir því og finnst það bara allt í lagi.