Kvartmílan > Aðstoð

Bensínmælir

(1/2) > >>

stebbsi:
Er með smá vesen hérna og langar að fá ykkar álit á þessu..
Ég er semsagt með bensínmæli sem sýnir alltaf 0, sama hve mikið bensín er á tankinum. Ég skoðaði vírana og komst að því að núverandi vírarnir eru ekki original en ég held að það sé ekki vandamálið, ég aftengdi vírana úr tankinum, mældi og fékk straum úr þannig að það lítur út fyrir að vera skynjarin í tankinum, því að hann leiðir ekkert í gegn þó að það sé eitthvað á tankinum.. Svo að ég er að pæla hvort það sé hægt að nota einhverja "made in sveitin" leið til að komast að bensínmagninu í bílnum þar til færi gefst að fá nýjan tank frá usa?? Eða jafnvel að einhver ætti þetta hér??

Heiðar Broddason:
Fáðu þér prik og stingdu í tankinn það er  :lol: "made in sveitin" virkar reyndar illa í nýlegum bílum ](*,)

kv Heiðar

Kristján Ingvars:
Þú þyrftir nú kannski ekki að fá þér nýjan tank, það nægir að fá nýtt "fuel sending unit"  :D Það er bara litla stykkið á tanknum með vírstubbnum.. það mælir magnið í tanknum, ættir að geta náð því á góðu verði t.d á ebay eða að prófa að auglýsa eftir því hér.. (alltaf best að kaupa allt bara NÝTT!)  8-)

stebbsi:
Ég ætla sko að taka tankinn af til að skoða þetta betur, og ef það er hægt að kaupa þetta sér þá geri ég það auðvitað.. En þetta er bara svo bakað í tektil eða hvað sem þetta heitir að ég sé ekki eitt né neitt...

Kristján Ingvars:
Þú hreinsar bara af þessu með vírbursta  :wink:  nýja unitið er síðan annað hvort hnoðað eða skrúfað í og það fylgir því pakkning.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version