Sælt verið fólkið.
Nú þegar sandurinn er ódýrari en malbik og mönnum langar að skófla á sig skó og moka annað en snjó þá er upplagt að menn bjóða sig fram í sandnefnd hvort sem það er haldið á Akureyri , Þorlákshöfn/Eyrabakka eða Kvartmíluvegi eða annars staðar.. jafnvel þar sem mold er
Hverjir slá til? ég veit að ég er tilbúinn að sitja í sandnefnd innan kvartmíluklúbbs.. jafnvel tilbúinn að kíkja norður á BA fund til að læra af reynsluboltum þar á bæ.
Auðvita er verið að tala um nefndina til að sinna þessu en ekki bara starfsfólki til að keyra keppnir áfram.
Fyrst þurfa aðilar að bjóða sig fram í stað þess að velja góðu sætin strax og auðvita er ekki verið að tala um að ræna Ba mönnum sandinum heldur aðstoða þá ef þörf krefur þó þeir enda alltaf með að sinna hlutunum þar sem sunnanmenn mæta einfaldlega ekki til að aðstoða
og auðvita hífa upp mótorsportið á suðurlandinu , jafnvel sameina einhverjar keppnir í framtíðinni.
Reynsluboltar og ófaglærðir velkomnir þar sem menn hætta aldrei að læra eitthvað nýtt.
með vonum um of góðar eftirtektir...
Davíð Stefánsson