Kvartmílan > Alls konar röfl

fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð

<< < (4/11) > >>

Moli:
1970 Ford Cortina 1600, ég var 8 ára og fékk að aka henni í söndunum í Ölfusi hjá afa gamla. Bílinn á ég svo í dag.

Brynjar Nova:
Svona með fyrstu bílum sem ég keyrði
var ford cortina 1973 sem gamli átti
það kom fyrir að maður stal lyklunum
ég hef sennilega verið 12 ára :mrgreen: :D

bluetrash:
fyrsti bíllinn sem ég keyrði sjálfur var Landrover 1964. Þá 10 eða 11 ára gamall.. Afa fannst tími til kominn að ég lærði að keyra almennilega og keyrði bílinn út á túnið heima sem þá var ísilagt og sagði mér að setjast undir stýri og sýndi mér hvað kúpling, bremsa og bensígjöf væru staðsett og svo skyldi hann mig eftir þarna á miðju svellinu með þau orð að ég skyldi ekki koma heim án bílsins, svo horfði ég á eftir honum labba heim.. heheheheeee minnir að þetta hafi nú alla vega tekið mig um 5 tíma að ná tökum á þessu svelli.. Afi gamli, hann var meistari blessuð sé minning hans...

dodge74:
fyrsti billin sem ég keirði var suzuki 1000 man ekki hvaða arg en held að hun hafi verðið 80 og eitthvað

sveri:

--- Quote from: Kristján Skjóldal on December 27, 2008, 11:19:33 ---já en þessi bronco er senilega sá ljótasti sem ég hef séð  :shock:allt er nú hægt að gera #-o

--- End quote ---


því betur eru skoðanir manna eins misjafnar og mennirnir eru margir ;) En ljótur or not þá var ekkert dónalegt að sitja undir stýri á þessu 10 ára gamall eða svo

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version