Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Hvað er neikvætt við sandspyrnubraut á svæði KK

<< < (2/2)

GunniCamaro:
Ég kom aðeins að sandsp. keppnishaldi hérna í denn, keppti t.d. upp á Esjumelum 1988 og var starfsmaður á keppnum þegar þær voru endurvaktar í Ölfusi " in the eitíss" og mín skoðun er sú að byggja sandsp. braut við kv. m. brautina er alveg út í hött.
Í fyrsta lagi væri nær að nota peninga í kvartm. brautina sem þarfnast nauðsynlegt viðhald, í öðru lagi er mikil vinna að gera tilbúna braut (það hefur verið gert a.m.k.tvisvar) keppnishæfa og síðan að slétta og þjappa í keppni og þar er sandurinn aðalvandamálið en það vantar leir í sandinn okkar, öfugt við í USA þar sem sandurinn er mun leirkenndari og mun betra að vinna hann til. Og í síðasta lagi erum við með frábært sandspyrnusvæði sem er Ölfussvæðið en þar eru rennisléttar brautir sem eru vökvaðar og sléttaðar nokkrum sinum á dag, gallinn við það svæði er að það þarf að setja upp ljós og aðstöðu í hvert skipti en engin kostnaður við að græja brautina til og þetta var gert oftast samdægurs.

Navigation

[0] Message Index

[*] Previous page

Go to full version