Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
Hvað er neikvætt við sandspyrnubraut á svæði KK
stigurh:
Menn hafa svo mismunandi skoðanir og sjá mismundi vinkil á þessu máli.
Ég sé mörg vandkvæði á svona brautargerð og að öllum líkindum er svona braut rándýr !
Keppnishaldið flókið og erfitt að halda utanum það.
Óvinsælt sport ! Fáir keppendur og áhangendur í kringum þá.
KK myndi minnka um helming í félagatali !
Vinsamlega vera málefnalegir.
stigurh
Valli Djöfull:
--- Quote ---KK myndi minnka um helming í félagatali !
--- End quote ---
Skil ekki þessa línu.. Hættir fólk að keyra á kvartmílubrautinni ef það verður búin til sandspyrnubraut?
En að öðru leiti jú, þetta eru ekki bara nokkur hlöss af sandi, það er mál að búa til svona braut og viðhalda..
Einar K. Möller:
Það eina sem er neikvætt og skiptir máli NÚNA er að pæling í að gera sandspyrnubraut þarna tekur athygli og tíma frá kvartmílubrautinni sem þarf aðhald NÚNA!
Byrjum á malbiksræmunni, hitt getur komið seinna.
ÁmK Racing:
Þetta bara meikar ekki sens að vera að hugsa um sandspyrnubraut núna eins og Einar Möller bendir á(og hann er nú bjartasta voninn :D)Við þurfum að huga að Kvartmílubrautinni því tækinn verða öflugri og öflugri en brautinn okkar gefur eftir með árunum.Það er til nóg að sandfjörum sem hægt er að notast við í bili í sandspyrnu en það er bara ein kvartmílubraut eins og við allir vitum.Þetta er því langt frá því að vera tímabært að leiða hugan að þessu ekkert að því að skoða þetta seinna þegar tími og fjármagn gefts til.Sandspyrna er örugglega gríðalega skemmtileg að keppa í og mér finnst mjög gaman að horfa á hana en bara eitt í einu og það er brautinn okkar góða.KV Árni Kjartans
Jón Þór Bjarnason:
Eg skil ekki þessa umræðu því stjórn hefur ekki rætt um það að á stjórnarfundi að setja sandspyrnubraut á svæðið.
Þetta hefur verið rætt lítillega hér á spjallinu.
Það er búið að kalla til malbikssérfræðinga og erum við að bíða eftir þremur tilboðum í brautina.
Það á eftir að hanna og teikna svæðið upp eins og það á eftir að líta út til framtíðar og er Hafnarfjarðarbær að leita að færum arkitektum til þess verkefnis. Þegar sú vinna er búinn er fyrst hægt að skoða sandspyrnubraut á svæðinu, ekki fyrr. Ég bið félagsmenn um að vera með tærnar aðeins nær jörðinni og þá sérstaklega í kreppunni.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version