Author Topic: Hvað er jákvætt við sandspyrnubraut á svæði KK  (Read 10451 times)

Offline stigurh

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 513
    • View Profile
Hvað er jákvætt við sandspyrnubraut á svæði KK
« on: December 13, 2008, 14:32:46 »
Setjið inn hvað er jákvætt við sandspyrnubraut.

Menn hafa svo mismunandi skoðanir og sjá mismundi vinkil á þessu máli.

Ég sé ekki nein vandkvæði á svona brautargerð og að öllum líkindum er hægt að gera svona braut fyrir klink!

Keppnishaldið einfalt og auðvelt að halda utanum það.

Vinsælt sport allstaðar ! Margir keppendur og margir áhangendur í kringum þá.

KK myndi stækka um helming í félagatali !

Vinsamlega vera málefnalegir.
stigurh

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Re: Hvað er jákvætt við sandspyrnubraut á svæði KK
« Reply #1 on: December 14, 2008, 16:13:12 »
Eg skil ekki þessa umræðu því stjórn hefur ekki rætt um það að á stjórnarfundi að setja sandspyrnubraut á svæðið.
Þetta hefur verið rætt lítillega hér á spjallinu.
Það er búið að kalla til malbikssérfræðinga og erum við að bíða eftir þremur tilboðum í brautina.
Það á eftir að hanna og teikna svæðið upp eins og það á eftir að líta út til framtíðar og er Hafnarfjarðarbær að leita að færum arkitektum til þess verkefnis. Þegar sú vinna er búinn er fyrst hægt að skoða sandspyrnubraut á svæðinu, ekki fyrr. Ég bið félagsmenn um að vera með tærnar aðeins nær jörðinni og þá sérstaklega í kreppunni.
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline Heddportun

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.686
  • Engine Builder-Head Porter-CNC Machinist-CAD/CAM
    • View Profile
Re: Hvað er jákvætt við sandspyrnubraut á svæði KK
« Reply #2 on: December 14, 2008, 21:12:53 »
Sýnist áhuginn fyrir þessu vera mikill eins og sést hefur á spjallinu og innkoma í kassa KK aukast til muna

Ekkert vesen með rigningu og veður sem slíkt

Búnaður fyrir braut væri 1stk Traktor,plógur ofl smátterí

Torfærubílar,Jeppar,Motorkrosshjól og Draggar kæmu frekar en á Malbiksbraut undanfarin ár,aukning félasgmanna um nokkra rugi

Þó svo að þetta sé ekki inni í myndinni eins og staðan er í dag þá á að gera ráðfyrir sandspyrnubraut á teikningum,ef það er ekki gert þá getur það verið vandamál seinna meir að fá hana samþykkta eða plass fyrir hana

Áhuginn er þannig að það væri vel hægt að stofna sjóð til byggingar Sanspyrnubrautar sem félags og góðunnara myndu leggja frjálsframlög og væri óháð innkomu KK fyrir Malbiksbraut

Stofnuð væri sjálfstætt starfandi eining innan KK sem héldi utan um sandspyrnubrautina og rekstur hennar því stjórnin virðist ekki hafa áhuga á sandspyrnubraut eða vilja félagsmanna miða við fjárhagsstöðu og önnur verkefni







Heddportun og Vélabreytingar
Innflutingur á vélum,vélhlutum,almennum vara og aukahlutum

USA 01 713 409 6094
Heddportun@gmail.com

Ari Gislason

Offline Jenni

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 47
    • View Profile
Re: Hvað er jákvætt við sandspyrnubraut á svæði KK
« Reply #3 on: December 14, 2008, 23:19:41 »
Það er löngu timabært að fara að huga að sandspyrnubraut hjá kvartmílubrautinni, við erum búnir að vera a hælunum með sandspyrnumálin i mörg ár, höfum verið með sandspyrnur í keppnisdagatalinu í mörg ár, en ekki staðið við neitt. Það er bara ekki rétt að það séu sandfjörur um allt sem hægt er að fá afnot af.! Það einmitt núna sem við eigum að drífa í þessu, vera búnir að stika út braut áður en búið er að teikna, og reyna að fá hana á kortið áður en allt verður upptekið. Klúbburinn hefði hæglega getað verið búinn að sletta undir braut með ýtunni sem hann var með í láni endurgjaldslaust hjá Kraftvélum á síðasta ári, Kraftvélar borguðu meira að segja olíuna á hana. Og hvenær er betra að fá góðan díl í sand en einmitt núna, þegar lítið er að gera hjá verktökunum. Bara mitt álit.
Jens S. Herlufsen

Offline Elmar Þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 704
    • View Profile
    • http://www.cardomain.com/ride/2256211/1
Re: Hvað er jákvætt við sandspyrnubraut á svæði KK
« Reply #4 on: December 14, 2008, 23:39:25 »
Það er löngu timabært að fara að huga að sandspyrnubraut hjá kvartmílubrautinni, við erum búnir að vera a hælunum með sandspyrnumálin i mörg ár, höfum verið með sandspyrnur í keppnisdagatalinu í mörg ár, en ekki staðið við neitt. Það er bara ekki rétt að það séu sandfjörur um allt sem hægt er að fá afnot af.! Það einmitt núna sem við eigum að drífa í þessu, vera búnir að stika út braut áður en búið er að teikna, og reyna að fá hana á kortið áður en allt verður upptekið. Klúbburinn hefði hæglega getað verið búinn að sletta undir braut með ýtunni sem hann var með í láni endurgjaldslaust hjá Kraftvélum á síðasta ári, Kraftvélar borguðu meira að segja olíuna á hana. Og hvenær er betra að fá góðan díl í sand en einmitt núna, þegar lítið er að gera hjá verktökunum. Bara mitt álit.



Ein sem er á sama máli og ég að þessi ýta var guðsgjöf, held að hún hafi bætt slatta í peningakassan :D hehehehe
Elmar Þór Hauksson
Big bad racing plymouth
------------------------------------
Plymouth Road Runner '69
Plymouth Fury '71
Jeep Cherokee '90
Benz E220 '96
Benz E250 '95

Offline bluetrash

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 501
  • .........AND ON THE 8TH DAY GOD CREATED RED NECK'S
    • View Profile
Re: Hvað er jákvætt við sandspyrnubraut á svæði KK
« Reply #5 on: December 15, 2008, 00:02:50 »
Ég verð að vera sammála þessu sem er sagt um að gera alla vega ráð fyrir henni á teikningu. Það er það minnsta sem stjórn KK gæti gert fyrir félagsmenn. Leyft þeim svo að standa að söfnun og þess háttar til að gera hana svo að veruleika ef rétt er að stjórnin sýni ekki vilja fyrir þessu.

Ég á græju sem ég væri til í að prófa að fara með í sandspyrnu og í framhaldi þróa hana áfram fyrir tilvonandi keppnir  :wink:

Offline Halldór H.

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 275
    • View Profile
    • http://www.ba.is
Re: Hvað er jákvætt við sandspyrnubraut á svæði KK
« Reply #6 on: December 15, 2008, 03:09:27 »
Eitt skil ég ekki alveg í öllu þessu.

Það er engu líkara en að keppendur eða félagsmenn skipti engu andskotans máli.
Ef stjórnin fær ekki hugmyndina þá hú alveg vita vonlaus, sínist mér allavega á skrifum sumra manna í stjórn.

Það er rétti tíminn núna til að tala og semja við verktaka, það er kreppa  frammundan hjá þeim eins og öðrum
þannig að mér finnst líklegt að þeir séu til í flest hvort sem er malbik eða sandur.

KK er búið að tala um sandsp ár eftir ár en ekkert gerist,,,  það mundi vafalaust breytast ef væri braut í hrauninu.
Halldór Hauksson,  GSM 844 6166
HH flutningar 8446166

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Re: Hvað er jákvætt við sandspyrnubraut á svæði KK
« Reply #7 on: December 15, 2008, 08:15:29 »
Eitt skil ég ekki alveg í öllu þessu.

Það er engu líkara en að keppendur eða félagsmenn skipti engu andskotans máli.
Ef stjórnin fær ekki hugmyndina þá hú alveg vita vonlaus, sínist mér allavega á skrifum sumra manna í stjórn.


Það er rétti tíminn núna til að tala og semja við verktaka, það er kreppa  frammundan hjá þeim eins og öðrum
þannig að mér finnst líklegt að þeir séu til í flest hvort sem er malbik eða sandur.

KK er búið að tala um sandsp ár eftir ár en ekkert gerist,,,  það mundi vafalaust breytast ef væri braut í hrauninu.

Keppendur og félagsmenn almennt kjósa stjórn til að sjá um almennan rekstur á svæðinu og þar verður að fara eftir lögum landsins.
Fljótfærni hefur kostað okkur oft peninga og síðast var það í sumar þegar það vantaði smá rörbút í frágang á nýju ljósunum og félagsmenn grófu upp rör meðfram gamla veginum sem innihélt símastreng og klipptu í sundur í staðinn fyrir að kaupa smá rörbút. Þessi smá rörbútur kostaði klúbbinn rétt rúmlega kr 200.000.-
KK er að semja við verktaka núna í kreppunni þó svo það sé ekki sandspyrnubraut akkurat núna en þá kemur hún eflaust strax í kjölfarið þegar teikningar og samþykktir liggja fyrir. Ég stend ekki í vegi fyrir sandspyrnubraut heldur er ég með smá vit í kollinum og veit að það er ekki hægt að framkvæma þetta fyrr en allt liggur fyrir. Auðunn varaformaður hefur verið að tala við fólk hjá Hafnarfjarðarbæ og þeim líst vel á þessa hugmynd.

Það virðist vera sumum mönnum hér gersamlega ómögulegt að skilja að það eru lög og reglur sem klúbburinn þarf að fara eftir.
Sum mál taka lengri tíma en önnur.
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Re: Hvað er jákvætt við sandspyrnubraut á svæði KK
« Reply #8 on: December 15, 2008, 23:41:33 »
Ég ætla nú ekki að skíta yfir neinn eða gera lítið úr vinnu manna, en þeir sem eru kosnir í stjórn í svona félagasamtökum eru yfirleitt bara þeir 4 - 5 sem gefa kost á sér....

Helsta kostinn sem ég sé við að gera sandspyrnubraut er að þá væri hægt að keppa í sandspyrnu... og þætti eðlilegt að það væri high priority hjá klúbbi sem gefur sig út fyrir það tvennt að halda kvartmílu og sandspyrnu..

sandur er málið!  8-)
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline Hera

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 590
    • View Profile
    • http://www.123.is/honda
Re: Hvað er jákvætt við sandspyrnubraut á svæði KK
« Reply #9 on: December 16, 2008, 12:38:14 »
Fyrir þá sem hafa ekki skoðað teikninguna sem var uppkast til að fá svæðið samþykkt sem akstursíþróttasvæði þá er sandspyrnubraut á þeirri teikningu  :wink:
þannig að ég held að það hafi verið og sé hugsað út í það.

En það þarf að fara að teikna svæðið og eins og ég las (einthverstaðar hér á vefnum) þá er víst verið að vinna eithvað í því af kk og Hafnafjarðarbæ að fá arkitekt til að hanna þetta og teikna. Það er grundvöllur fyrir öllum framkvæmdum að þær séu samþykktar.

ég tel það jákvætt að setja sandspyrnubraut á svæðið.
Lengir sumarið og mögulega áhorf og félagsmenn sem þýðir auknar tekjur, sem þýðir meira fé til uppbyggingar á svæðinu = allt jákvætt með það að mínu mati.

En ég er á því að það þurfi að vanda val á forgangsröðun og ekki ana út í neitt sem gæti komið eins og búmerang í hausin á okkur til baka.

Edda Guðna
Never argue with an idiot.
They drag you down to their level then beat you with experience.

Offline Stebbik

  • In the pit
  • **
  • Posts: 79
    • View Profile
Re: Hvað er jákvætt við sandspyrnubraut á svæði KK
« Reply #10 on: December 19, 2008, 01:14:30 »
Það er löngu timabært að fara að huga að sandspyrnubraut hjá kvartmílubrautinni, við erum búnir að vera a hælunum með sandspyrnumálin i mörg ár, höfum verið með sandspyrnur í keppnisdagatalinu í mörg ár, en ekki staðið við neitt. Það er bara ekki rétt að það séu sandfjörur um allt sem hægt er að fá afnot af.! Það einmitt núna sem við eigum að drífa í þessu, vera búnir að stika út braut áður en búið er að teikna, og reyna að fá hana á kortið áður en allt verður upptekið. Klúbburinn hefði hæglega getað verið búinn að sletta undir braut með ýtunni sem hann var með í láni endurgjaldslaust hjá Kraftvélum á síðasta ári, Kraftvélar borguðu meira að segja olíuna á hana. Og hvenær er betra að fá góðan díl í sand en einmitt núna, þegar lítið er að gera hjá verktökunum. Bara mitt álit.

samála Jenna

Hvernig væri að fá tilboð hjá verktökum núna þegar litið er gera hjá þeim. er nokkuð viss um sandspyrna kemur til með að gefa $$$ í kassann. ? ?
Hörku sport. væri viss um að fólk kæmi á svona keppnir.
en þar sem ég er byrjandi í sportinu ætti maður kanski bara að halda kjafti, því það virðist vera í þessum klúbb ef maður kemur með ábendíngar
sem stjórnarmenn eru ekki sammála þá verður maður ekki vinsælasti pappírinn á svæðinu
Eg er nokkuð viss um að það sé hægt að búa til sérstaka nefnd um sandspyrnubraut í vetur með nokkrum eðal mönnum sjálfur er ég til í að vera meðreiðarsveinn í sandspyrnubrautarnefnd .

kv Stefán   :roll:
Stefán Kristjáns.
næst besti N.A 1/8 tími á brautinni
1/8 besti tími 4.9 sec, 144 mph.1.18.60 fetin

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Re: Hvað er jákvætt við sandspyrnubraut á svæði KK
« Reply #11 on: December 19, 2008, 01:47:07 »
Stefán og aðrir félagsmenn.

Ég bið ykkur um að lesa aftur yfir það sem stjórn hefur skrifað um þetta mál
Stjórn er ekki á móti þessu heldur erum við að fara yfir málin og skoða allar hliðar málsins og þar koma Hafnarfjarðarbær einnig að máli.
Þetta er ekki eitthvað sem er hægt að hrinda í framkvæmd á einni nóttu heldur þarf að fá leyfi fyrir öllum framkvæmdum á svæðinu.
Þetta er líka spurning hvort félagsmenn vilja frekar seinka malbiksframkvæmdum og fara í gerð sandspyrnubrautar.
Það er alveg sjálfsagt að ræða þessi mál en gerum það af skynsemi en ekki flýti.

Ég hef ekki orðið var við að ég né aðrir stjórnarmenn höfum sagt einum né neinum í þessum klúbb að halda kjafti Stefán.
Sumir eru bara gjarnir á að lesa það sem þeir vilja og sjá ekki hitt. Verum svolítið skynsamir í kreppunni.
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Re: Hvað er jákvætt við sandspyrnubraut á svæði KK
« Reply #12 on: December 19, 2008, 01:51:02 »
Það er löngu timabært að fara að huga að sandspyrnubraut hjá kvartmílubrautinni, við erum búnir að vera a hælunum með sandspyrnumálin i mörg ár, höfum verið með sandspyrnur í keppnisdagatalinu í mörg ár, en ekki staðið við neitt. Það er bara ekki rétt að það séu sandfjörur um allt sem hægt er að fá afnot af.! Það einmitt núna sem við eigum að drífa í þessu, vera búnir að stika út braut áður en búið er að teikna, og reyna að fá hana á kortið áður en allt verður upptekið. Klúbburinn hefði hæglega getað verið búinn að sletta undir braut með ýtunni sem hann var með í láni endurgjaldslaust hjá Kraftvélum á síðasta ári, Kraftvélar borguðu meira að segja olíuna á hana. Og hvenær er betra að fá góðan díl í sand en einmitt núna, þegar lítið er að gera hjá verktökunum. Bara mitt álit.
Hverjum borgaði ég þá litaða olíu í sumar?
Minnir að það hafi verið tankbíll upp á braut að fylla á ýtuna sem ég svo borgaði.
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline Shafiroff

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 302
    • View Profile
Re: Hvað er jákvætt við sandspyrnubraut á svæði KK
« Reply #13 on: December 19, 2008, 05:56:47 »
sælir félagar.já rétt NONNI en hversu margir lítrar voru gefins sem kannski er ekki aðal málið ég meina þetta voru ekkert smá margir dagar ,unnið á vöktum við að ýta og slétta en já ok allt í lagi með það.en eins og NONNI tíundar þá er málið í skoðun hjá okkur og HAFNARFJARÐARBÆ þannig að þetta er allt í vinnslu en ég fagna því ef það eru einhverjir góðir menn sem eru tilbúnir að láta gott af sér leiða.spurning um að þið finnið eitthvað útúr því og setjið saman góðan hóp sem gæti skoðað allar hliðar málsinns það er að segja tilboð og annað í þeim dúr.kv AUÐUNN HERLUFSEN.

Offline bluetrash

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 501
  • .........AND ON THE 8TH DAY GOD CREATED RED NECK'S
    • View Profile
Re: Hvað er jákvætt við sandspyrnubraut á svæði KK
« Reply #14 on: December 19, 2008, 06:04:28 »
Ég er game. hvað þarf að gera ég skal mæta þó svo ég sé nú varla byrjaður í þessu að ráði

Offline Halldór H.

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 275
    • View Profile
    • http://www.ba.is
Re: Hvað er jákvætt við sandspyrnubraut á svæði KK
« Reply #15 on: December 19, 2008, 18:09:35 »
Hæ öllsömul

Éer búinn að reikna þetta gróflega.

Það kostar 1 - 1,5 millz að gera svona braut sem er 300m x 10m.
Halldór Hauksson,  GSM 844 6166
HH flutningar 8446166

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: Hvað er jákvætt við sandspyrnubraut á svæði KK
« Reply #16 on: December 19, 2008, 19:54:43 »
já það er flott =D> en mér finnst þessi þráður ekki standa undir sínu :???:þar stendur HVAÐ ER JÁKVÆTT VIÐ SANDSPYRNUBRAUT Á SVÆÐI KK og það er ekkert gert mema rakka hana niður :D
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline Halldór H.

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 275
    • View Profile
    • http://www.ba.is
Re: Hvað er jákvætt við sandspyrnubraut á svæði KK
« Reply #17 on: December 19, 2008, 20:41:36 »
Mikið er ég sammála þér Stjáni.
Halldór Hauksson,  GSM 844 6166
HH flutningar 8446166

Offline Heddportun

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.686
  • Engine Builder-Head Porter-CNC Machinist-CAD/CAM
    • View Profile
Re: Hvað er jákvætt við sandspyrnubraut á svæði KK
« Reply #18 on: December 19, 2008, 21:04:16 »
Skal glaður legga 10þús í púkkið ef það er stofnaður reikningur fyrir gerð sandspyrnubrautar
Heddportun og Vélabreytingar
Innflutingur á vélum,vélhlutum,almennum vara og aukahlutum

USA 01 713 409 6094
Heddportun@gmail.com

Ari Gislason

Offline stigurh

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 513
    • View Profile
Re: Hvað er jákvætt við sandspyrnubraut á svæði KK
« Reply #19 on: December 19, 2008, 21:26:49 »
Halldór, þú ert með svakalega fínar tölur þarna, getur þú útlistað þetta fyrir okkur ?
stigurh