Það er löngu timabært að fara að huga að sandspyrnubraut hjá kvartmílubrautinni, við erum búnir að vera a hælunum með sandspyrnumálin i mörg ár, höfum verið með sandspyrnur í keppnisdagatalinu í mörg ár, en ekki staðið við neitt. Það er bara ekki rétt að það séu sandfjörur um allt sem hægt er að fá afnot af.! Það einmitt núna sem við eigum að drífa í þessu, vera búnir að stika út braut áður en búið er að teikna, og reyna að fá hana á kortið áður en allt verður upptekið. Klúbburinn hefði hæglega getað verið búinn að sletta undir braut með ýtunni sem hann var með í láni endurgjaldslaust hjá Kraftvélum á síðasta ári, Kraftvélar borguðu meira að segja olíuna á hana. Og hvenær er betra að fá góðan díl í sand en einmitt núna, þegar lítið er að gera hjá verktökunum. Bara mitt álit.