Það sem er varasamt við að plasta bíla er að ef plastið er ekki tekið af strax, þá kemur kannski rigning og ef til vill sól skömmu síðar. Þá virka vatnsdroparnir á plastinu eins og stækkunargler og lakkið upplitast í sólskininu. Þetta var gert við bíl sem frændi minn átti og það komu frekar ljótar skellur á toppinn. Heilsprautun er kannski full gróft, en það getur þurft að massa lakkið. Það gerði frændi allavega og það nægði.