Author Topic: var að skoða flickr.com og sá malibu  (Read 9885 times)

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Re: var að skoða flickr.com og sá malibu
« Reply #20 on: October 04, 2010, 17:06:29 »
Jæja, var að fletta í gegn um þennan þráð frá 2008, og skoða gamlar skráningar, og fann út að þessi svarti á efstu myndinni er BN-114.

Hér er ein gömul mynd fyrir Jóa Sæm, Hálfdán gæti gert þessum bíl kannski aðeins betri skil!  :wink:

Eigendaferill      
14.2.1983   Páll Kristberg Pálsson    Stararimi 41
30.11.1981   Jóhann Gunnar Stefánsson    Rauðagerði 30a
11.5.1978   Sigurður Sigurðsson    Krosseyrarvegur 5
7.4.1975   Ragnar Emil Sigurjónsson    Breiðavík 29


Skráningarferill   
   
16.10.1991   Afskráð -   
1.1.1900   Nýskráð - Almenn   

Númeraferill      
9.7.1985   H684    Gamlar plötur
8.12.1981   R31305    Gamlar plötur
11.5.1978   R50088    Gamlar plötur
7.4.1975   Y1121    Gamlar plötur
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Re: var að skoða flickr.com og sá malibu
« Reply #21 on: October 04, 2010, 17:50:08 »
Sælir félagar. :)

Já það er þessi blessaða Chevelle-a.

Það var skólafélagi minn Jóhann Gunnar sem að keypti þennan bíl 1981 og hann keppti á honum í kvartmílu 1982 og að mig mynnir 1983.
Þá klessti hann bílinn (ekkert alvarlega) en ákvað að gera hann upp.
Það voru nokkrir félagar þá með húsnæði á Grettisgötunni og þar var byrjað á uppgerðinni.
Ég man að víniltoppurinn var rifinn af bílnum og þá kom í ljós skemmd eins og að bílnum hefði verið vellt eða að hann hefði fengið mikið högg á hliðina, ljósastaur gæti verið ástæðan.
Jóhann seldi bílinn áður en hann gat gert mikið meira en að rífa hann, en bíllinn var með 350cid vél að mig minnir 4. hólfa blöndung og ég held að Jóhann hafi sett á mótorinn flækjur.
Bíllinn var ekki original SS heldur hafði eigandinn á undan Jóhanni sett SS í grillið vegna þess að það voru upphafsstafirnir í nafninu hans (Sigurður Sigurðsson).
Það er gaman að vita að þessi bíll sé enn þá til og í vinnslu.

Myndina sem að Moli setti hér inn tók ég í Safamýrinni 1981 þegar Jóhann var nýbúinn að fjárfesta í "Pro-Track 50" dekkjum og var að prófa þau. 8-)

Kv.
Hálfdán. :roll:
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.