Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Ford ltd
S.Þröstur:
sælir strákar árið 1979 var á Blönduósi ford ltd 4ra dyra hardtop með 460 vél bíllinn var rauður með hvítum vínil þettað var 70 eða 71 bíll frekar 70 gaman væri að frétta ef einhver vissi eitthvað um þennan bíl síðast þegar ég vissi átti hann maður frá Ssagaströnd sem heitir Georg ottó
S.Þröstur:
Sorry ég fór aðeins rangt með bíllinn var með 390 en ekki 460 hins vegar var á hornafirði bíll með 460
Ingi Hrólfs:
Ég held að bíllin sem þú segir að hafi verið á Hornafirði hafi reyndar verið á Djúpavogi og með 429 en ekki 460. Það má vera að hann hafi verið á Hornafirði líka og er ekki ólíklegt.
Sá bíll er víst enn til á Flúðum, að mér skildist á einhverjum gömlum þræði hérna á spjallinu, vélarlaus en mótorinn er til víst til hérna fyrir austan. Þessi bíll gekk undir nafninu "Black Widow" þegar hann var á Djúpavogi og um tíma var hann í Neskaupstað, sami eigandi.
Það hafa birst myndir af þessum bíl hérna á spjallinu.
K.v.
Ingi Hrólfs
Harri Ford:
Hæ ,ég heiti Harri og bý á Flúðum. Ég á þennan Ford LTD sem er 70módel og var á Djúpavogi. Ég keypti hann 96 í Kópavogi af strák sem var að flytja til Noregs en vélin var stödd á Djúpavogi og bróðir stráksins sem ég keypti bílinn af átti að senda mér vélina ásamt fleira dóti sem átti að fylgja bílnum,en hún er ókomin enn. En þökk sé kreppunni að nú hafi ég tíma til að gera bílinn upp. Á þeim tíma sem ég keypti bílinn voru margir sem vildu fá mótorinn í jeppa en ég lofaði fyrra eiganda að bíllinn yrði gerður upp og vélin færi í bílinn.
Væri ég mjög ánægður ef ég fengi upplýsingar um hvar ég gæti nálgast vélina.
Með kveðju
Harri Ford
Andrés G:
hey "Harri ford" áttu kannski myndir af bílnum til að sýna okkur? :D
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version