Kvartmílan > Alls konar röfl
Camaro Z 28 1986
Toni Camaro:
Stefnan er tekin á sprautun yfir veturinn og setja ýmislegt úr 4th gen í hann, vonandi að það verði tími í etta allt saman, er búinn að vera doldið latur síðustu daga \:D/
bluetrash:
Lumar einhver á einhverju flottum felgum handa mér? Mig langar í alvöru flottar OLD SCHOOL felgur.. Endilega látið mig vita.
bluetrash:
Sælir félagar
Nú er maður í smá veseni.
Það er eitthvað vesen að fá þennan mótor sem var búið að lofa mér. En ég er búinn að redda flækjum jeijjjj ](*,) Lítið við þær að gera í augnablikinu :-s Þannig ég ætla að gera bílinn "nánast frá grunni"..
Ég er samt með 3 spurningar ef einhver gæti mögulega svarað þeim
1.
Ætla mér að smíða búr eða réttara fá einhvern til þess að smíða búr í bílinn og grindartengja hann, lítill fugl hvíslaði að mér að það væri sniðugt að tala við Krissa Hafliða. Eitthvað til í því eða veit einhver um einhvern annan?
2.
Einnig ef einhver gæti sagt mér hvert sé best að fara með blokkina til þess að láta bora hana í 383 og láta porta og plana hedd?
3.
Einnig hvert eða hvern er best að tala við um innvols í svona mótor? Ef hinn verður dæmdur off og ég þarf að smíða frá grunni
Racer:
Leifur er maður mörgum kunnungur með suðuvél með að setja búr í.. hvort hann hefur tíma er önnur spurning.
Krissi er fínn með slíppurokkinn þó hvað einu sinni grindatengt camaro 3gen.
kistufell eða vélaland er duglegt með að bora út og strock-a þó mér finnst að þú ættir að fara frekar í 377 :) hehe þyrfti vísu aðra blokk en væri flottastur að eiga einu 377 vél í stað að vera einn af mörgum 383 mönnum.
Gull Emils er alltaf að auglýsa innvols svo spurning..
annars segji ég eins og Auðunn reynir alltaf að berja inní fáfróða hausinn á mér og ég játa alltaf :D Kaupa að utan.. miklu ódýrara.
svo hafa menn auglýst einhverjar vélar hérna uppgerðar/breyttar á fínum prís.. færð allanvega ekki mikið ódýrara að fara sjálfur í þetta
svo er auðvita til fullt af öðrum sem eiga eitthvað innvols eða eru flinkir í höndunum.. búr eða grindatengja eða flikka uppá vélarnar.
bluetrash:
Þakka þér fyrir upplýsingarnar :smt006
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version