Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Monte Carlo
Dart 68:
Sæll Beggi, þessi blái er ennþá hér í Mývatnssveitinni og er búinn að standa óhreyfður síðan ca ´83. Jón Reynir Sigurjónsson keypti hann á sínum tíma en seldi Axel Stefánsyni bílinn (báðir búsettir í Mýv)
Bíllinn (sem er að einhverju leiti kenndur við Hafralæk) er ´74 og var sérpanntaður með grænni innréttingu og 350 ci m/3 gíra beinskiptingu í stýri og mér skilst að það hafi þurft að sipta reglulega um ökumenn á rúntinum sökum kúplingsfótarstífleika og þreytu :lol:
Bíllinn fór í sprautun e-ntímann uppúr ´80 og alllir krómlistarnir voru pantaðir nýir á hann í leiðinni, en þeir hafa aldrei skilað sér og þessvegna hefur bíllinn aldrei verið kláraður. Síðan er brotið í honum eitt kerti og sénslaust að ná því úr. Vonandi nýtist þetta þér eitthvað en þetta er allavegana sagan sem mér hefur verið sögð.
Mývatnssveitarkveðja
Ottó P
bluetrash:
sælir,
með bílinn sem er í kössum þá veit ég að það eru með honum þrír mismunandii frammendar og eitthvað slátur úr semsagt 2 bílum í þann 3 sagði hann mér.. Hann sagði líka að það færi að líða að því að hann muni henda þessu á hauganna ef enginn kaupandi finnst á þetta honum vantar víst eitthvað voða að losna við þetta... hmmm.... þannig ef einhver hefur áhuga fyrir þessu þá er ég með númerið.. ég ætla ekkert að pósta því hérna, veit ekkert hvort hann vilji það, en örugglega í lagi að láta einn og einn hafa það.
ég sagði honum að auglýsa þetta hér en hann hefur ekki gert það svo ég geri það bara.. þetta má eiginlega ekki fara á hauganna.
Já ég á líka original 305 úr SS Monte Carlo 1986 ef einhver hefur á huga á því
íbbiM:
það var alltaf hvítur svona bíll með turbo mótor fyrir vestan þegar ég var lítilll(minni) hann hefur ekki verið svo gamall þá, var í eigu mann sem keypti hann nýjan að ég held, og var í hans eigu þangað til ég var kominn nálægt bílprófsaldrinum, ég veit ekki hvað varð um hann samt,
svo man ég líka reyndar alltaf eftir sérlega fallegri rivieru sem var á sama tíma rúllandi um bæinn, með varadekkið aftan á, hvít eflaust í kringum 80árg, held að monte carlo bíllinn hafi verið 80+
HK RACING2:
--- Quote from: íbbiM on December 14, 2008, 21:15:53 ---það var alltaf hvítur svona bíll með turbo mótor fyrir vestan þegar ég var lítilll(minni) hann hefur ekki verið svo gamall þá, var í eigu mann sem keypti hann nýjan að ég held, og var í hans eigu þangað til ég var kominn nálægt bílprófsaldrinum, ég veit ekki hvað varð um hann samt,
svo man ég líka reyndar alltaf eftir sérlega fallegri rivieru sem var á sama tíma rúllandi um bæinn, með varadekkið aftan á, hvít eflaust í kringum 80árg, held að monte carlo bíllinn hafi verið 80+
--- End quote ---
Sennilega bíllinn sem við fórum með í rallycross,hann var original Turbo hvítur 79-82 árgerð
Svenni Devil Racing:
--- Quote from: JONG on December 13, 2008, 08:57:21 --- Sa þennan a Husavik i sumar . Er hann org. SS eða?
--- End quote ---
Hvað varstu á sýru þegar þú tókst þessa mynd :roll: síðast þegar ég vissi er þetta á höfn nema að ég búi á húsavík, ég er eitthvað ábyrgur fyrir þessum og jam þetta er orginal SS
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version