Sælir félagar.
Þið sem að eruð að velta fyrir ykkur þessari ryðhreinsun með sápulegi, þá virkar hún mjög vel.
Ég var sjálfur mjög "skeptískur" þegar ég byrjaði að nota þetta efni, en síðan eftir að hafa prófað það, þá get ég mælt með því.
Þetta virkaði það vel að treysti mér til að hreinsa burtu ryð hversu mikið sem það er!
En málið er bara það að þykkari stykki sem eru mjög ryðguð tekur mikinn tíma að hreinsa, þess vegna mælum við með sandblæstri á svoleiðis lagað.
Við höfum verið að prófa okkur áfram með þetta efni þar sem að það þarf til að mynda að vera við rétt hitastig til að það hafi sem besta virkni, þannig að ég hef verið í sambandi við framleiðandann til að ráðleggja mér hvernig ég á að vinna þetta.
Ég vil taka það fram að þetta er ekki sýra þannig að þetta tekur allt meiri tíma með sápunni, en á móti kemur það að sápan skemmir ekki málminn eins og sýra og sandblástur gerir.
Hvað varðar hverskonar sápulögur þetta er, þá veit ég það ekki!
Það eina sem að maður fær að vita er að sýrustigið í þessum sápulegi er minni en í vatni, og þetta er umhverfisvænt !!
Þessi lögur er einkaleyfisverndaður þannig að maður fær lítið að vita.
Þetta segir kanski meira.
Og síðan varð hann svona. Bíllinn var ryðhreinsaður með þessum sápulegi, sem fékk viðurkenningu "Poppular Mechanics".
Meiri upplýsingar hérna:
http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=34249.0Kv.
Hálfdán.