sæll ingi fáum við ekki myndir
Sæll Brynjar. Það er nú kanski ekki svo mikið að sjá og þar fyrir utan, þá kann ég hvorki að að minka myndir né að setja þær hérna inn.
Þegar ég fékk bílinn þá var hann vélar og skiptingarlaus en það er í honum 350-350 núna, að vísu vantar mig spread bore blöndung á mótorinn til að redda mér á.
Ég er búinn að skipta um panelinn undir aftur rúðunni og setja nýjann afturgafl, næst er að skipa um gólfið bílstjóramegin og panelinn undir framrúðunni. Ég á hvoru tveggja til sem og vinstra afturbrettið. Ég er búinn að versla slatta í hann t.d allar fóðringar í undirvagn, allar skrúfur sem þarf í innréttingu sem og utaná bílinn t.d til að festa ljósaramma, spegla o.þh. þéttilista sem koma undir snerla, spegla, ljós o.þh. Sett sem samanstendur af öllum skífum og boltum sem þarf til að festa og ganga frá framendanum á bílnum og bla bla bla.
Ég þarf að fara að byrja á grindinni og fyrir lítið sem ekkert vantar mig einhvern slatta af dóti en maður verslar ekki mikið frá Ameríkuhreppi þessa dagana.
Vona að þetta dugi ykkur í bili.
K.v.
Ingi Hrólfs.