Ég ætla að taka undir með Smára Sig. Bara taka þennan bíl og nostra við hann að utan sem innan og gera flottann og láta allar V-8 pælingar eiga sig hvað svona bíl varðar.
Ég man eftir Cortina, c.a. 76 árg, á Seyðisfirði fyrir mörgum árum og hún hafð verið sprautuð svört, filmur í rúður og sett á flottar crome felgur, eitthvað hafði verið átt við hana að innan líka. Mig minnir að Siggi Mikka hafi átt hlut að máli í þessu verkefni en sá maður var þekktur Pontiac aðdáandi og átti marga flotta bíla. Blessuð sé minnig hans. Hann vildi meina að svona bílar væru jafn gildir í að gera flotta eins og amerísku bílana og kosturinn væri sá að 4 cyl vélin væri ódyrari í rekstri og hægt að rúnta meira. Ég hef sennilega séð Sigga á þessari Cortina fljótlega upp úr 1980.
Það var líka svona Mazda 818 hérna á Héraðinu, c.a 86 gæti verið, sem var vel spræk en vélaskiptin sem höfðu verið framkvæmd í þeim bíl voru einfaldlega þau að hann var kominn með 2000 cc mótor. Það mætti allt eins gera eitthvað svona ef menn eru vilja endilega bæta aflið án þess að þurfa að skera bílinn í gúllas. Ef 2000- 2000+cc swap er ekki nóg hvað þá með að bæta við einni bínu ?
Fis léttur bíll og nægt afl til þess að vekja eftirtekt
Túrbína kostar kannski einhvern pening en hún þyrfti ekki að koma stax og það kostar líka að koma V-8 fyrir í svona bíl ef bíllinn á að þola dæmið.
En sama hvað þú gerir, gangi þér vel með þennan bíl.
K.v.
Ingi Hrólfs