Mig langar að nota tækifærið og óska eftir ljósmyndum að láni til þess að scanna og setja á vefinn
www.bilavefur.net Þið vitið flestir, ef ekki allir hvaða vefur þetta er, ef ekki þá er um að gera að kíkja við og renna yfir myndasafnið, en það inniheldur rúmlega 12.000 myndir af amerískum bílum sem hafa verið hér á Íslandi árin 1950-2008.
Eins og áður kom fram er ég að óska eftir ljósmyndum, af slíkum bílum að láni fyrir safnið á vefnum. Langbest væri ef þetta væru myndir sem hafa verið teknar milli 1960-2000.
....og sér í lagi, ef einhver lumar á myndum frá því áður en Kvartmílubrautin var byggð, þ.e. spyrnunum/samkomum sem fóru fram við Kúagerði, upp í Kollafirði eða við Geitháls eru þær einstaklega vel þegnar.Ég myndi scanna myndirnar, gæta þeirra afar vel og skila þeim ykkur aftur, eins fljótt og auðið er. Ég hef fengið mikið af myndum lánaðum og ávallt skilað þeim fljótt aftur og í því standi sem ég fékk þær. Ég mun auk þess brenna þær myndir sem scannaðar hafa verið á CD disk fyrir viðkomandi, sem vott um þakklæti.
Hægt er að ná í mig í síma 696-5717 eða á
bilavefur@internet.is