Kvartmílan > Alls konar röfl
chevrolet 6,2 dísel ???
ingvarp:
veit ekkert hvort þetta sé rétti staðurinn eða ekki, það má þá færa þetta bara :wink:
en hvað er hægt að gera við vélina til að gera hana "sprækari" ?
veit af turbo en ég þori því eiginlega ekki :???:
en er eitthvað vit að tjúna þetta eitthvað þessi bíll á að vera krúser en ekki eitthvað spyrnutæki enda er hann rúmlega 2 tonn en ætti maður að tjúna þessa eða á maður að kaupa hestaflameiri bensín vél ?
allt skítkast afþakkað fyrirfram :wink:
Nonni:
Það er náttúrulega skemmtilegast að setja túrbó á hana, GMC fengust með Banks forþjöppu frá GM. Það voru nokkrar tegundir af túrbó kittum við þessar vélar en það er ekki marg í boði á þá núorðið. Sumir hafa farið þá leið að lækka þjöppuna og blása vel.
Minn er með non-egr milliheddi og það hjálpar eitthvað uppá flæðið, sumir hafa sett pústgreinar af Hummer en ég hef heyrt að þær séu nánast flækjur. Annars þá ættir þú að kíkja á www.gm-diesel.com , þar er hellingur af þráðum um þær.
Þessar vélar hafa reynst mjög vel en líða fyrir orðspor sem þær fengu á sig vegna 5,7 lítra vélarinnar (sem er allt önnur vél, og í raun ekki svo slæm, en margir halda að þetta sé sama dótið).
En það er best að fylgjast vel með pústhitanum ef maður fer í einhverja leikfimi með þessar vélar.
ingvarp:
er hægt að setja blöndung úr bensínvél á þessa vél og myndi það auka aflið eitthvað ?
Nonni:
--- Quote from: ingvarp on November 01, 2008, 18:31:45 ---er hægt að setja blöndung úr bensínvél á þessa vél og myndi það auka aflið eitthvað ?
--- End quote ---
Hvað ætlar þú að gera við blöndung á díselvél? Það eru spíssar sem sprauta inná strokkana og dælan er framarlega undir milliheddinu. Í gegnum opið á milliheddinu (þar sem að blöndungur væri á bensínvél) fer aðeins loft um.
Kristján Skjóldal:
:smt005 :smt043
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version