Author Topic: Vantar ráðleggingu við kaup á enduro/krossara  (Read 1879 times)

Offline Kiddihaf

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 14
    • View Profile
Vantar ráðleggingu við kaup á enduro/krossara
« on: October 31, 2008, 01:07:14 »

Ég er að fara að kaupa mér endurohjól eða krossara til að lifa af veturinn. Er búinn að eiga nokkur götuhjól en er nýgræðingur í drullubransanum. Þau hjól sem ég er að skoða núna eru KTM 380 EXC með tvígengismótor árg 99, KTM 520 SX krossari árg 2002 og Yamaha WF425 árg 2002. Það sem ég hef lesið um KTM hjólin er það helst að þau eru mjög öflug og fá yfirleitt góða dóma. Ég veit minna um Yamaha hjólið en þykist vita að það er talsvert aflminna en KTM hjólin en það væri gaman ef einhver með reynslu af svona hjóli segði mér eitthvað um þetta hjól. Ég er veikur fyrir miklum krafti og ætti því þess vegna að velja 380 hjólið en ég er skeptískur á tvígengismótorinn. Eru menn ekki endalaust með tvígengismótora í höndunum? KTM 520 hjólið er krossari og því ekki götuskráð en er hægt að kaupa tilheyrandi útbúnað á krossara og fá hann götuskráðan? Það væri gaman að fá komment frá mönnum sem hafa reynslu af svona hjólum....