Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

Hvaða dót er búið að selja út

<< < (10/29) > >>

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Sæll Valdemar.

Ójú þetta er minn gamli sem er núna á leiðinni til Stokke í Noregi. :!:

Ég get nú ekki sagt að það hafi verið neitt sérstaklega gaman að selja hann eftir 28. ár, en mér fannst einhvern veginn að það væri skemmtilegra að einhver gerði eitthvað úr honum frekar en hann yrði næstu 28. árin hjá mér í svipuðu standi. :-(

Ég veit alla vega að sá sem að keypti bílinn ætlar að gera gott úr honum.

En svona er það, svo bregðast krosstré.......................... :-(

Já og Hilmar eins skrítið og kanski fólki kann að fynnast það þá vildu norðmennirnir bara "fastback" bíla en ekki "hardtop".
Og það var einn Camaro sem var nærri farinn en það stoppaði á því að það var ekki Original vél í honum, þá er víst ekki hægt að flytja þá til Noregs.

Kv.
Hálfdán.

Kristján Ingvars:
429cobra: eru þeir alveg harðir á svoleiðist málum? Ég seldi bílinn minn til noregs í haust og hann var langt frá því að vera original. Sá sem keypti hann sagðist að vísu búast við því að þeir yrðu erfiðir, varðandi vél, hjólbarða ofl. Hann sagði að það væri erfitt að koma bílunum inní landið fyrst, en eftir að þeir færu í gegn þá þurfi þeir ekki einu sinni í skoðun nema þú ákveðir það sjálfur  :-k  Hann þurfti að fiffa til skráningarskírteinið hérna á Íslandi til að það samræmdist núverandi vélarstærð og annað, hann þurfti meira að segja að setja hann á original blöðrurnar líka  O:)

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Sæll Kristján.

Ég heyrði að "MIB" svartur 1966 Fastback Mustang hefði ekki komist inn út af þessu, einnig hefði verið hætt við að kaupa 1967 Camaro út af því sama og líka 1969 Mustang BOSS "clone".

Hvað minn varðar þá var hann vélarlaus.  :wink:

Ég fæ að vita fyrir helgi hvort það eru einhver vandamál, hann á að koma til Fredrekstad á morgun (17-12).

Kv.
Hálfdán.

ÓE:
Vélarlaus..??  Eru þeir með sérstaka norska 289/302 :roll:...er Norðmaðurinn að tala um matching # eða upprunalegt slagrými..??

Kv ÓE

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Sæll Óskar.

Nei það er nú ekki alveg svo að þeir noti "Flintstone" búnaðinn.

Það fylgdi bílnum 289cid vél úr 1965 Mustang sundurtekin.
Þannig að það ætti ekki að vera neitt mál.

Ég veit hins vegar ekki meira um Norska tollalöggjöf en það sem mér hefur verið sagt síðustu vikur og það er ekki mikið, en þeir eru víst nokkuð harðir á þessu með vélarnar ef bílarnir eiga að vera skráðir.

Kv.
Hálfdán. :roll:

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version