Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
Hvaða dót er búið að selja út
Skúri:
Til að hryggja ykkur aðeins þá er litla vélin sem var í bílnum að fara í þennan 60 Cruiser.
http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=carmembers/4295
Ps. ég skal kannski reyna að redda mynd af vélinni við tækifæri
Belair:
Chevytoy ætti að koma vel út :D
Valdi N:
Ég heyrði að þessi vél ætti að seljast sem 1400hp+ með alkóhól innspýtingu en kaupandinn nennti því ekki og lét því lækka hp töluna og sleppa vodkanu. Svo var smíðuð skipting við þetta með tölvu sem er í harmony við vélina og allt í svoddan gleði að allir gleyma kreppunni á meðan þetta er sett í gang........ Anywhoo þá er þetta víst einhver 700 hp við 1200 snúninga og 1100 fetpund undir 4000 sn......
Þetta eru bara nýjustu kjaftasögur en örugglega meira að marka en nokkkuð sem Geirharður segir okkur.....
TONI:
Ég heyrði að Sæmundur væri EKKI með lága gírinn í bílnum.....það er víst eitthvað fyrir kerlingar sagði hann samkvæmt sögunni. Ætti svo sem ekki að vera vandamál hjá honum ef hann festir sig, hann heldur þá bara á bíltíkinni. Þá er bara spurningin hvaða stofna það er sem er með milligír í bílnum ef kellinar eru með lága gírinn :D
TONI:
...............en svona að efni þráðarins, Var ekki einhver 55-57 letti farinn blár og eitthvað meira, það var þráður um þetta hérna um daginn
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version