Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

´77 Nova Concors

<< < (7/15) > >>

olikol:

--- Quote ---Og hvað varð um hann????
--- End quote ---
Hann er kominn undir græna torfu blessaður, ég átti þennan bíl á árunum 1983 til 1985 og eignaðist hann síðan aftur 1993, ætlaði þá að gera hann upp en þegar ég fór að rífa kvikindið í sundur þá kom ýmislegt í ljós varðandi ryð sem að ég treysti mér ekki í þá daga að ryðbæta og þar af leiðandi var ég að farga honum :cry: Það er til mynd af honum á bilavefur.net svartur með háum stuðara hornum að aftan, og á breiðum krómfelgum

Ramcharger:
Rifjast upp fyrir mér þegar er minnst á Novu Concors.
Skólafélagi í den verslaði sér eina silfurgráa með rauðum vinyl topp
upphækkuð að aftan og  Cragar krómfelgur allan hringinn.
Þetta eru akkurat 20 ár síðan og átti ég þá Olds delta Royal árgerð 78.
Novan var að sjálfsögðu með 3 ofur 5 :mrgreen:
Sóttum við gripinn upp á kjalarnes eitt kvöldið
og var minn maður ekkert smá ánægður með Lettann.
Var brunað í bæinn og og fylgdi ég eftir á prammanum.
Lenti við á rauðu ljósi (árbæjar) og átti nú sýna hlunknum hvað lettinn gæti.
Tek það fram að Olds var með 350 (olds) og 2,56:1 í rörinu :roll:
Var þrykkt af stað og aldrei tókst Novunni að skilja Oldsinn eftir.
Svo þegar Lettinn var kominn í 3ja þá var olds enn að klára annan gír,
enda þegar hlunkurinn tók 3ja þá skildi ég hann eftir.
Hann var ekki kátur með mig eftir þetta að spæla sig svona.

spIke_19:

--- Quote from: olikol on November 06, 2008, 12:49:03 ---
--- Quote ---Og hvað varð um hann????
--- End quote ---
Hann er kominn undir græna torfu blessaður, ég átti þennan bíl á árunum 1983 til 1985 og eignaðist hann síðan aftur 1993, ætlaði þá að gera hann upp en þegar ég fór að rífa kvikindið í sundur þá kom ýmislegt í ljós varðandi ryð sem að ég treysti mér ekki í þá daga að ryðbæta og þar af leiðandi var ég að farga honum :cry: Það er til mynd af honum á bilavefur.net svartur með háum stuðara hornum að aftan, og á breiðum krómfelgum


--- End quote ---

þessi?

olikol:

 Já þetta er hann, var með skráningarnúmerið þegar ég átti hann Y-10101 en endaði með númerið T-148

kallispeed:
flottir bílar og margar ljúfar minningar sem fylgja með , rúnturinn , reykur og spól og hey stelpur viljiði koma runt.... :lol:

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version