Það er gaman að þessum pælingum hjá þér, ég sé að þú hneigist í átt að Pro Touring útlitinu/breytingunum sem er vinsælt núna, það er spurning hvort þú ætlar að fara í útlitið eða allan pakkann með fjöðrun og alles.
Ég er hissa á að þig langi í SS útlitið (sem er alveg skiljanlegt) þar sem þú ert að horfa til Pro Touring, SS er meira retro look en það er reyndar hægt að leika sér með SS röndina en ég færi frekar í Cowl-induction húddið (Z-28 húddið) sem er meira pro og algjör snillt.
Aftur á móti finnst mér algjört "MUST" að vera með RS grillið, sérstaklega ef þú ferð út í pro lookið, standard grillið finnst mér ekki fallegt og enn ljótara á Pro bílunum.
Það er hægt að kaupa RS kitt þar sem venjulegu brettunum er breytt fyrir RS grill og er hægt að fá allt saman í einum pakka en það er ekki ódýrt.
Já Gunnar,það er margt hægt að gera
Mér finnst bara eins og flestir 1 og 2 kynslóðar cammar sem að eru gerðir upp í dag séu með cowl húddi,finnst það geggjað en ss húddið er meira gamaldags sem að ég fíla í bland við lækkun og stærri felgur.
Ég hef átt erfitt með að gera það upp við mig hvort húddið ég tek en þarf að panta það í desember svo að það kemur í ljós..þá
Það er mikil vinna og
margt sem vantar til að koma honum á götuna í vetur svo að fjöðrun,hásing,vél oþh. bíður til betri tíma.Svo kemur vetur aftur og annar vetur...
Mér finnst standard grillið skemmtilega gamaldags og flott og stendur svolítið í huga mér sem ímynd 1st gen camaro frá því að maður var púki
Efast um að ég skipti því út
Hér eru flottir 67 og 68