Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

Mustang II Cobra 1978

(1/7) > >>

TONI:
Hvað varð um þennan, sá hann síðast hjá pípugerðinni fyrir rosalega mörgum árum, þá til sölu, vantaði annan t-toppinn á hann og var ekki sérlega bjart yfir framtíð hanns.
http://www.bilavefur.net/album/displayimage.php?album=99&pos=10

Belair:
http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=18037.0

TONI:
Men voru eitthvað að gera lítið úr útlitinu, svo sem ekki sammála þar en það sem skiptir mestu er að það voru framleidd fá eintök af þessum bíl, bíll sem að mér skilst að Shelby sjálfur hafi eitthvað verið með puttana í. Fyrir þær sakir er þetta margt merkilegri bíll en annað sem hér er skeggrætt og ætti frekar að sjást uppgerður fremur en margir aðrir sem hafa fengið framhaldslíf.

Anton Ólafsson:
74-78 er margfallt fallegri en Fox-inn

TONI:
Mun meiri "línur" í honum. Var á sínum tíma að spá í að kaupa þennan bíl og laga hann, var sett á hann að ég held 150.000 kr, var að fletta Mustang bókinni minni, þar eiga að vera uppl. um hversu margir voru framleiddir en ég finn það ekki í fljótu bragði, einhverra hluta vegna minnir mig að það hafi verið um 1.500 bílar en þori samt ekki að fara með það sem fullyrðingu.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version