Sælir,
Mér leikur nú aðeins forvitni á að vita hvort eftirfarandi bíll sé farinn yfir móðuna miklu, lifir góðu lífi einhverstaðar inní skúr eða verið endurfæddur þá óþekkjanlegur frá upphaflegu útliti.
Um er að ræða ElCamino á rólinu ~1980, þessi bíll var í götunni hjá mér í vesturbæ Kópavogs á árunum ~"87 til kanski svona ~"92, hann var í eigu gamals karls sem er alveg örugglega löngu kominn yfir móðuna miklu.. en spurning hvað hafi orðið um bílinn?
Hann var einlitur grásanseraður með þessu útliti, en var nú orðinn nokkuð mattur svona fyrir rest: