Author Topic: Síls viðgerð  (Read 5613 times)

Offline SaebTheMan

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 25
    • View Profile
Síls viðgerð
« on: August 31, 2008, 22:18:42 »
Sælir félagar. Nú langar mig aðeins að forvitnast, ég á rafsuðu og sleggju og svolitla þolinmæði, en ég á ekki bílalyftu eða svoleiðis.

Sílsinn á suzuki sidekickinum mínum er hreinlega bara FARINN, gone, ekki þar lengur.

Eru einhverjar reglugerðir um hvernig síls á bíl á að vera? Bíllinn komst gegnum skoðun fyrir 3 mánuðum.

Líður illa að vita af þessu þarna, bara gat alveg alla leiðina sem sílsinn er.

Datt í hug að skera burt það sem er hægt að mylja og reyna að sjóða bara einhverja 3mm stál plötu, beygja í eins og síls er og sjóða í botninn á bílnum, og undir hurðakarmana þar sem ég sker hitt burtu.

Hvaða stál efni væri réttast að nota, og þykkt, og er einhver reglugerð til um hvernig þetta skal gert?

Ræðst í þetta eingöngu að því að útlitið skiptir engu máli, þetta er allt falið bakvið gervisíls úr plasti.


Offline SaebTheMan

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 25
    • View Profile
Re: Síls viðgerð
« Reply #1 on: August 31, 2008, 22:19:33 »
það skal tekið fram að bíllinn er byggður á grind og því lítill eða enginn burður í sílsinum.

Offline Halldór Ragnarsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 713
    • View Profile
Re: Síls viðgerð
« Reply #2 on: August 31, 2008, 23:47:11 »
Sæll ekkert má taktu bara mát af sílsinum og málin,farðu í næsta blikksmið og láttu beygja fyrir þig lista
úr 0.8 mm sílsinn er hvort eð er aðeins 0.6 of klipptu bara ryðið burt hreinsa vel og sjóða kvikindið í  :D
Halldór
Halldór Ragnarsson
BUY A FORD,BUY THE BEST,DRIVE A MILE,WALK THE REST

Offline SaebTheMan

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 25
    • View Profile
Re: Síls viðgerð
« Reply #3 on: August 31, 2008, 23:50:42 »
Kannski maður nýti tækifærið og skeri smá burt fyrir 33"  :mrgreen:

Takk samt. 0,8mm af hvaða efni, skiptir engu máli hvaða málmblanda það er?

bara svart 0,8mm?

Offline Gulag

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 512
    • View Profile
    • AMJ.is - Bremsuslöngur í mótorhjól
Re: Síls viðgerð
« Reply #4 on: September 01, 2008, 12:53:01 »
mig langar aðeins að bæta við einni spurningu hérna ef ég má,.
þið talið um 0,8mm og ég hef heyrt bara svart,

Hvernig komist þið hjá því að ryðgi innanfrá? t.d. í brettum oþh þar sem maður kemst ekki svo auðveldlega að innanverðri viðgerðinni.?  hef oft pælt í þessu
Atli Már Jóhannsson

Offline SaebTheMan

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 25
    • View Profile
Re: Síls viðgerð
« Reply #5 on: September 01, 2008, 19:01:37 »
Það er lítið annað hægt en að skera bara frá.

En ég hef nú aðeins róað mig yfir þessu eftir að hafa farið betur yfir þetta, og ætla mér nú bara að fela þetta með nokkrum ál plötum sem ég skrúfa í botninn á bílnum og yfir í stigbrettið þannig þetta lokist, auðvitað eftir að hafa skorið burtu það lausa og sprauta kvoðu yfir.

Það festist ekki nokkur skapaður hlutur í þennan síls og hann er hringlaga og botninn er bara ryðgaður úr, efri hlutinn sér um að halda hurðarspjaldinu við botninn á bílnum, enda er hann 2mm þykkur, en botninn varla meir en 1mm.

Takk samt fyrir ábendingarnar. ATH að þessi bíll komst gegnum skoðun fyrir tveim mánuðum, varla komu þessi göt eftir það.

Boddífestingar og grind eru eins og ný, Súkkuveikin :)

Offline Lindemann

  • Certified safety inspector
  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 538
    • View Profile
Re: Síls viðgerð
« Reply #6 on: September 01, 2008, 23:31:12 »
það er samt ekki þar með sagt að þetta ætti að fara í gegnum skoðun þó það hafi gert það, ég sá nýlega sendibíl sem var nýskoðaður án athugasemda en grindin var í sundur á a.m.k. 5 stöðum vegna ryðs....ég held að ef ekki hefði verið fyrir kassann sem var á honum þá hefði afturendinn verið búinn að kveðja restina af bílnum fyrir löngu síðan.

en ef það eru plastsílsar yfir þessu og þetta sést ekki mikið...........ekkert vera þá að stressa þig á þessu  :wink:
Kv. Jakob B. Bjarnason

Offline SaebTheMan

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 25
    • View Profile
Re: Síls viðgerð
« Reply #7 on: September 01, 2008, 23:36:56 »
Það er nú kosturinn við súkkuna að hann er 1200kg á mjög sterkri grind sem ryðar lítið eða ekkert.

En boddíin hjá suzuki eru leiðileg hvað ryð varðar, og ég finn að frambrettin eru voða efnislítil, létt og þunn, eins með húddið og toppinn.

Offline Adam

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 166
    • View Profile
Re: Síls viðgerð
« Reply #8 on: September 02, 2008, 22:30:32 »
Það er nú kosturinn við súkkuna að hann er 1200kg á mjög sterkri grind sem ryðar lítið eða ekkert.

En boddíin hjá suzuki eru leiðileg hvað ryð varðar, og ég finn að frambrettin eru voða efnislítil, létt og þunn, eins með húddið og toppinn.

Grindin er ekki til sterk í þessum bílum takk fyrir.........PUNKTUR
Adam Örn - 8491568

Offline SaebTheMan

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 25
    • View Profile
Re: Síls viðgerð
« Reply #9 on: September 02, 2008, 23:29:34 »
Alllveg leikandi nógu sterk fyrir bílinn sem er 1190 kg.

Ekki er grind í hatchback Avensis, og sá bíll er rúm 1200 kg.

Offline SaebTheMan

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 25
    • View Profile
Re: Síls viðgerð
« Reply #10 on: October 18, 2008, 17:06:56 »
Sílsinn sveitamixaði ég nú bara

Vonandi að hann nái skoðun með svona heimasmíði, en ég veit vel að hann er öruggur því undir sílsinum er boddíbiti sem heldur öllu klabbinu saman, sílsinn er bara til að loka fyrir og láta líta vel út og hindra ryð í þessum bita.

Lokaði þessu með mm þykkum ál plötum, ryðfríum draghnoðum og kíttaði vel meðfram öllu og málaði svo svart að lokum



Hverninn lýst ykkur á??

Og haldiði að ég fái skoðun??

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Re: Síls viðgerð
« Reply #11 on: October 18, 2008, 17:22:22 »
Það er nú kosturinn við súkkuna að hann er 1200kg á mjög sterkri grind sem ryðar lítið eða ekkert.

En boddíin hjá suzuki eru leiðileg hvað ryð varðar, og ég finn að frambrettin eru voða efnislítil, létt og þunn, eins með húddið og toppinn.

Grindin er ekki til sterk í þessum bílum takk fyrir.........PUNKTUR

Og hvað hefurðu fyrir þér í því? Hún er nú bara mjög sterk miðað við þyngd bílsins. Þýðir ekki að bera þetta saman við grindur úr einhverjum vörubílum samt.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Re: Síls viðgerð
« Reply #12 on: October 19, 2008, 18:23:23 »
Þú hlítur að fá skoðun með þetta, en restin af sílsanum verður horfin á næsta ári.
Þó ál og riðfrítt riðgi ekki eitt og sér þá myndast spenna á milli þessara málma
og járnið sem tengist þessum efnum riðgar á ógnar hraða.
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline SaebTheMan

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 25
    • View Profile
Re: Síls viðgerð
« Reply #13 on: October 19, 2008, 18:55:11 »
Ég sprautaði svona gúmí kvoðu viðbjóði yfir allt áður en ég lokaði þessu, mér var tjáð af einhverjum snillingi að það hægði á processinu.

En hvað veit maður... :)